Páskar og sjónvarpsdagskráin

Mér finnst eins og Ríkissjónvarpið sýni kvikmyndir alltaf í ákveðnum kippum, stundum er það augljóst eins og t.d. þegar þeir sýna allar Matrix-myndirnar í röð en stundum eru þetta algjörlega ólíkar myndir, bara sömu leikarar. Í gær horfði ég t.d. á Wimbledon og Matchstick men, önnur með sæta breska Paul Bettany og Kirsten Dunst og hin með Nicholas Cage. Daginn áður voru einmitt þrjár myndir með þessum sömu leikurum sýndar; National Treasure með Cage, A Knights Tale með Bettany og Spiderman 2 með Dunst. Allir þrír leikararnir tvo daga í röð. Tilviljun?

Og páskarnir - vá hvað þetta eru ópáskalegustu páskar sem ég hef upplifað. Kallin að læra, ég að þýða og Margrét í pössun. Ekki eitt einasta páskaskraut sjáanlegt ef frá eru talin tvö páskaegg uppi á ísskáp, annað handa kallinum og hitt handa stelpunni. Svo er tíkin mín lasin, liggur bara og vælir þegar hún þarf að pissa og þá þarf að hjálpa henni á fætur og fara með hana út, svo sefur hún þess á milli. Gamla er nú orðin 13 1/2 árs svo það er kannski ekki skrítið að það styttist í endalokin hjá henni.

Þetta eru páskar númer 2 í fráhaldi hjá mér og mér finnst svo skrítið að ég man nánast ekkert frá páskunum í fyrra, ég held að ég hafi verið fyrir norðan, ég held að kallinn hafi verið á sjó en þótt líf mitt lægi við þá gæti ég ekki sagt frá því hvað ég gerði. Líklega hef ég ekki gert neitt merkilegt. Skrítið hvað svona áttíðir breytast í hátíðir þegar maður er í fráhaldi. Maður fattar að allt þetta aukadót, machintossið, páskaeggin, kökurnar, maltið og appelsínið er bara aukaatriði og finnur að maður getur slakað á og verið í kringum þá sem manni þykir vænt um án þess að borða og án þess að finnast maður þurfa að borða. Eins og vinkona mín sagði við mig áðan, þegar maður tekur allt skrautið í burtu þá er páskadagur bara dagur og páskaegg bara súkkulaðistykki. Maður ÞARF ekki að fá sér eitt eða neitt frekar en hina dagana, ekkert nema þrjár vigtaðar og mældar máltíðir og þá er maður góður. 

Þýðingin býður - Gleðilega páska!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • anda
  • boom
  • ...img_1880
  • ...1810_767256
  • Jólakúla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband