Dagurinn sem ég var loksins dugleg

Fólk er mjög oft að hrósa mér fyrir það hvað ég er dugleg af því að ég er í fráhaldi og mæti alltaf með nesti í vinnuna og vigta og mæli og geri engar undantekningar. Ég segi bara takk og brosi en fyrir mér er þetta jafn mikilvægt og að anda og enginn segir að ég sé dugleg þegar ég geri það.  Það játast svo hér og nú að ég er allt annað en dugleg og stundum er ég að rembast við það upp úr miðnætti að klambra saman nestinu mínu af því að ég nennti því ekki fyrr um kvöldið og oftast er það einhver easy-kássa sem auðvelt er að henda í dall.

En í dag rann loksins upp dagurinn sem ég hef svo lengi beðið eftir. Dagurinn sem ég var dugleg og vann í haginn fyrir sjálfa mig. Hann er sko búinn að eiga sér langan aðdraganda og ég er búin að hugsa um þetta rosalega lengi en ég lét verða að því... ég eldaði mat fyrir nánast alla næstu viku!!!

Vaknaði í morgun og borðaði ótrúlega góðan vigtaðan og mældan ís með kanileplum og svo instant-kaffi. Horfði á nokkra þætti af Friends (afþví að ég var í fríi) og svo hófst ég handa. Ég bakaði 6 hveitikímspizzubotna og setti í frystinn, frá föstudeginum á ég steikt grænmeti ofan á tvo þeirra. Ég eldaði kjúklingabringur og skar þær niður í bita og setti í loftþétt box. Ég saxaði niður og steikti í kássu helling af grænmeti í indverskri tikka masala-kryddblöndu og setti í box. Ég saxaði niður, sauð og steikti tvo poka af gulrótum til að setja í beikonsalatið mitt. Ég á sem sagt easy-nesti og kvöldmat fyrir alla næstu viku og get því notað tímann minn eftir vinnu í afslappelsi, þrif (ekki veitir af) og lestur góðra bóka.

Á meðan allt þetta gekk á fór ég út með tíkina (sem er næstum 20 mín. prósess í hvert skipti), þreif á henni lappirnar því hún ældi yfir þær, þreif dýnuna hennar og setti í þvottavélina (æla), skutlaði karlinum í skólann, heimsótti tengdó, setti óhrein handklæði í vélina, lék við dótturina á meðan ég eldaði kvöldmatinn og í kvöld vaskaði ég upp alla óhreinu pottana, útbjó nesti (sem var auðvelt) og setti í uppþvottavéla OG setti hana af stað. Nú er klukkan að verða miðnætti en ekki hálf tvö eins og svo oft þegar ég er að fara að sofa. Ég er ánægð með daginn sem var þægileg samblanda af hvíld og framtakssemi. Mest er ég samt ánægð með að hafa loksins gert það sem mig langaði alltaf að gera - að undirbúa matinn minn á sunnudegi til að geta átt aðeins auðveldari stundir eftir vinnu þegar ég er ekki alveg jafn fersk. 

Þetta er mér mögulegt að gera í dag! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Það er ótrúlegt hvað maður er duglegur þegar maður er í fráhaldi....

Helga Dóra, 14.4.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Tinna Mjöll Karlsdóttir

Mér finnst þú dugleg að anda...

Tinna Mjöll Karlsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Marilyn

Það er auðvitað visst afrek út af fyrir sig að draga andann ;)

En ég gæti það ekki ef ég væri ekki í fráhaldi, það væri að minnsta kosti mjög þvingaður andardráttur! 

Marilyn, 16.4.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Helga Dóra

Ertu svona eftir þig að það var ekki orka eftir til að blogga meir hehehehe.....

Helga Dóra, 16.4.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • anda
  • boom
  • ...img_1880
  • ...1810_767256
  • Jólakúla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband