Risastóra júróvisjónbloggið

Já það er svo sannarlega kominn tími á risastóra júróvisjónbloggið. Ég elska júróvisjón og ég hef ekki verið að gefa þessari keppni þann tíma sem hún á skilið í ár. En nú ætla ég að bæta úr því og skoða alla keppendurnar í ár (nema þá sem duttu út á þriðjudaginn, Dustin - I could have told you so).

 

Fimmtudagur: 

1. Ísland - This is my life - Júróbandið er fyrst á fimmtudaginn og ég ætla ekki að eyða of miklu plássi í þessar elskur en mér fannst lagið gott um leið og ég heyrði það og þó það sé búið að teknóast svolítið upp síðan þá finnst mér það enn þá gott. Og myndbandið fannst mér frábært. Stæling á youtube stælingarmyndbandi - art imitating art imitation - snilld! 

 

2.  Svíþjóð - Hero - Charlotte Perelli er þessi síunga með teygðu augun sem stal sigrinum af Selmu sælla minninga, hún var líka í norræna júróvisjón þættinum með Eika Hauks (það var by the way eitt besta sjónvarpsefni ever!). Hún er náttúrulega þaulvön júró, getur sungið og er kraftmikil. Lagið er bara lala popp og byrjar illa en lagast svo reyndar þegar á líður þangað til það er orðið pínu þreytandi. Þessu er spáð sigri - sem ég er reyndar ekki alveg að kaupa - Eurobandið stelur því vonandi af henni því þau eru ekki bara að reyna að gera út á hútsjí-ið. Mér finnst líka alltaf eitthvað glatað við að syngja um eitthvað Hero - en það er bara ég. 

 

3. Tyrkland - Deli - Rokkgrúbba sem kallar sig Mor ve Ötesi sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýðir en þegar ég sá söngvarann í byrjun myndbandsins hélt ég að þar væri mættu Jesse Metcalfe sem lék garðyrkjudrenginn unga í Desperate Housewifes, það rjátlaðist reyndar fljótlega af mér. Ég fíla ekki viðlagið í þessu en þess á milli er lagið ágætt, hljómar eins og eitthvað sem maður gæti heyrt á músíktilraunum (en ekki líklegt til sigurs þar frekar en á Júróvisjón). Það hljómar heldur ekkert sérlega tyrkneskt þetta lag - án þess að ég ákveði hvað er tyrkneskt, en þetta er ekki týpískt, tyrkneskt júrólag jafnvel þó það sé sungið á tyrknesku. Grykkir eru að fíla þetta og lofa að gefa Tyrklandi 12 stig en það er náttúrulega bara júrópólitík.

 

4. Úkraína - Shady lady - Þetta er show og ef eitthvað er að marka búningana þarna þá eigum við von á sjónrænni skemmtun þegar Ani Lorak syngur lagið sitt. Lagið er voða plein en það er eitthvað sem ég fíla við rímið Shady lady og ég elska show svo ég hlakka til að sjá þetta. Lagið er samt ekkert sérlega líklegt til stórafreka þó það gæti grísast í aðalkeppnina út á showið og líka af því að skv. kommentum við myndbandið eru sumar austantjaldsþjóðirnar mjög að fíla þetta. Ég vildi bara að ég hefði fengið kjólinn hennar lánaðann fyrir glamúr og glimmerkvöldið - þá hefði ég kannski landað sigrinum.

 

5. Litháen - Nomads in the nigh - Rosalega gaman að hlusta á framburðinn hjá Jeronimas Milius og röddin hljómar svolítið eins og grín líka - og ef það klikkar getum við alltaf gert grín að hárinu hans eða fötunum sem eru alveg ca. '92 í þessu myndbandi. En þetta á að vera rosa dramatískt og svo sit ég bara hér og geri grín.

 

6. Albanía - Zemrem e lame Peng - Rólegt rokk, kannski fínasta lag en pínu flatt og þetta er alveg í ætt við lagið sem vann í fyrra, bara ekki jafn flott. Ég vona að Olta Boka fái stílista fyrir kvöldið því hún er svolítið eins og hún sé bara á leiðina á skrifstofuna á föstudegi í þessi myndbandi. Spurning um dash af make-uppi, fansí hár og dramatískan kjól í stíl við lagið. Sýnist reyndar á official myndbandinu þeirra að sú verði raunin. 

 

7. Sviss - Era Stupendo - Ég held að ég muni sakna DJ Bobo, vampírulagið hans var magnað og minnti svo rosalega á 8., 9. og 10. bekk. Þetta lag byrjar rólega og eykur svo hraðann. Allar reglur um hámarksfjölda á sviði eru þverbrotnar en miðað við þetta má samt búast við einhverju dansatriði frá Sviss. Gaurinn er ekkert sá ljótasti og fær eflaust nokkur stig fyrir það en lagið er bara svona meðal og reyndar eru uppi raddir um að þetta sé alveg þrælstolið lag frá einhverri Amy Diamonds - en ég veit auðvitað ekkert um það.

 

8. Tékkland - Have some fun - Úúúú meðalmennska upp á sitt besta. Ofurbrúnka, dress sem hefði tryggt mér sigurinn í glimmer keppninni (tek þetta sem ég sagði um dressið hjá Úkraínu til baka) og raddlaus en sæmilega myndarleg gella. Svo er Dóri DNA að þeyta skífum þarna til hliðar -  Nei djók. En ég er allavega ekki "having fun" því mér er illt í eyrunum og þetta lúkkar álíka spennandi og sólbaðsstofuauglýsing, og jú kannski þykir einhverjum það spennandi. 

 

9. Hvíta Rússland - Hasta la vista - Hvað er búið að nota þennan titil eða þessi orð oft í sögu júró? Finnst þetta amk. hljóma eitthvað þreytt sem titill - og hann segir meira að segja hasta la vista beibí! Á að hljóma stuð en gaurinn er ekki alveg í nógu miklu stuði. Vonandi fær hann svona back-up dansara í keppninni og kóríógrafer sem kennir honum að hreyfa sig um sviðið. Þetta lag gæti nefnilega halað inn nokkrum stigum ef sviðsframkoman nær að heilla fólk. Fólk elskar nefnilega lög með einföldum viðlögum sem fljótlegt er að læra utan að. 

 

10. Lettland - Wolfes of the sea - Teknó sjóræningar, dreptu mig núna. Þetta er eitt það versta og ég veit ekki hvort ég á að vona að þetta sé grín eða ekki því ef þetta er grín þá er þetta svo lélegt grín og ef þetta er ekki grín þá er þetta bara lélegt en það er bara alveg rosalega sárt að horfa og hlusta á þetta. Þetta er ekki ósvipað teknó og DJ Bobo var með í fyrra en nær samt ekki með tærnar þar sem vampírurnar hans voru með hælana svo ég spái þessu hægum en kvalafullum dauðdaga nema allir leyfi krökkunum sínum að kjósa í kvöld, þau eru svo áhrifagjörn þessar elskur. 

 

11. Króatía - Romanca - Æji þetta er nú svolítið krúttlegt og rífur mann alveg upp úr æskudýrkuninni sem júróvisjón annars er. Þeir fá fullt af stigum fyrir það og lagið er þægilegt og frekar fallegt. Vona svo að dótturdóttir þeirra fái fallegri kjól í keppninni en annars er ekki mikið um þetta að segja nema að þetta er frekar óhefðbundið miðað við það hvernig keppnin er orðin og gamli kallinn er æðislegur þarna að röfla eitthvað og rífa sig inni í lagið. En ég hef reyndar alltaf haft svolítinn soft spot fyrir gömlum köllum.

 

12. Búlgaría - DJ take me away - ÉG leyfi mér að fullyrða að þetta er fyrsta DJ-lagið í júróvisjón og það er bara nokkuð flott. Ég er að fíla taktinn og söngkonan hljómar vel. Myndi kannski bara hafa áhyggjur af því að þetta lúkkaði ekki jafnvel á sviði og í myndbandi en það verður bara að koma í ljós.

 

13. Danmörk - All night long - ÞEtta er víst samið af sama gaurnum og samdi "I´m talking to you" og það heyrist alveg eima af því í gegn. Þetta er rosa danskt eitthvað og samt getur maður ekki bent á það afhverju þetta er svona danskt. Kannski er það þetta ligeglad-ambiance. Annað hvort á þetta eftir að slá í gegn eða fara alveg í taugarnar á liðinu ég get sjálf ekki ákveðið hvaða áhrif þetta lag hefur á mig.  

 

14. Georgia - Peace will come - Æj þetta er eitthvað svo... og hún er blind og syngur um frið og já, bara sympathy overkill hérna. Hrikalega vont lag og sólgleraugun minna mig á Trinity í tölvumyndinni þarna og ég þoldi hana aldrei. Það er samt rosa húmor í tjaldpilsunum hjá gaurunum og ég vona að það haldi sér í lokaútgáfunni á sviði svo við höfum eitthvað til að hlæja að. Sérstaklega ef það kemur í ljós að Danmörk er pirrandi því þá erum við orðin megapirruð að þurfa að hlusta á þetta líka og þurfum eitthvað til að gera stólpagrín að. 

 

15. Ungverjaland - Szívverés - Hvað sem það nú þýðir. Það er massa líklegt að hér skreppi ég á klósettið, búin að sætta mig við þá staðreynd að ég held ekki ópissandi út heila forkeppni og vel þetta lag sérstaklega því það bara er ekki að gera neitt fyrir mig. Þetta er frekar sætt, eiginlega of sætt og ég er ekki vön að nota slík orð um nokkurn hlut. Þetta er einum of normal bara en ekkert að þessu þannig lagað. 

 

16.  Malta - Vodka - Þessi titill kemur drykknum fræga víst ekkert við heldur er eitthvað í sambandi við leyni-kóða sem á að reyna að brjóta ... skil ekki afhverju það þarf að búa til svona lygasögu - ef þetta tengist ekki drykknum og á ekki að höfða til austantjalds vodkadrykkjuþjóða afhverju heyrast þá kósakkaköll og nastrovje í byrjun lagsins? Lagið er svolítið misheppnað og hefði eflaust hitt í mark á svipuðum tíma og "a real good time" með íslensku lukkutröllkellingunni kom út, man því miður ekkert hvenær það var. Leiðist ofboðslega undirspilið og röddin en það er samt fullt af fólki sem finnst þetta æði. 

 

 

17. Kýpur - Femme fatale - Fíla titilinn og mér finnst þetta eiginlega bara alveg rosalega skemmtilegt lag. Flottar hraðabreytingar og hrynjandi, flott tungumál og stelpan er sæt og syngur vel. Þau mættu fullkomna dansatriðið sitt aðeins meira og fara í meira flashy búninga og þá er þetta seif í gegn. 

 

18. Fyrrverandi júgóslavneska lýðveldið Makedónía - Izgubena vo nocta - Já nú er það vont og ég held svei mér að það velti ansi mikið á sviðsframkomunni í kvöld. Þessi útgáfa er t.d. alveg rosalega vond en ég sá lagið í þættinum Alla leið og það hljómaði ekki svona illa svo þetta getur ekki verið alveg að marka. Lélegt show og gæti verið svo miklu meira, spurning hvað þau gera á sviðinu.

 

19. Portúgal - Senhora de mar - Hafmeyjan og það mætti segja mér að atriðið muni leika á titil lagsins big time á sviðinu í kvöld. Besta lag sem Portúgal hefur sent frá sér í mörg ár en spilar svolítið inn á sigurlagið frá því í fyrra, svona risa-drama-lag. Við höfum öll gaman að þeim en kannski ekki tvö ár í röð. Ég er samt ekki að ná því hvernig toppurinn á söngkonunni er klipptur - hvað er málið með að klippa ekki beint - Habbý???? Að lokum: reynið að finna gaurinn með standpínuna. 

 

Og ég elska lögin frá Frakklandi og Spáni en meira um þau seinna kannski.  

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

OMFG

Ómar Ingi, 22.5.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Marilyn

Hvað meiniði?

Marilyn, 22.5.2008 kl. 09:52

3 Smámynd: Klara

Ertu ekki að djóka???

Klara, 22.5.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband