Næsland

Mér finnst Ísland vera rosalega næs þegar sólin skín svona og ég er í fríi fyrir hádegi.

Mússóinn er auðvitað löngu seldur, nýji eigandinn svo æstur að hann ætlaði varla að prófa hann, bara kaupa. Og það á réttu verði sem þýðir að nú þarf mamma að splæsa í ný gleraugu handa mér. Það var díllinn sem hún gerði við "bílasölu Guðrúnar".

Kallinn minn var að gefa mér ný föt, fengum smá kast í Debenhams og keyptum meðal annars æðislega grænan jakka á 70% afslætti, hann er meeega flottur og ég verð mega skutla í honum. Myndir koma kannski síðar.

Að auki er ég að panta mér svolítið af ljósmyndagræjum á amazon sem vinkona okkar ætlar að koma með hingað á skerið. Þrífót og ljósdreifara á fína flassið mitt. Það ætti að bæta útimyndir í myrki töluvert. Langar rosalega í fullt af dóti en ég held að það sé best að ég læri á vélina fyrst! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitt

Ómar Ingi, 9.7.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband