Barnlaus helgi hjá gömlu hjónunum

Já við gömlu hjónin (reyndar skötuhjú) erum barnlaus um helgin því afkvæmið fór norður að heimsækja hin gömlu hjónin (ömmu og afa). Alla helgina erum við búin að láta eins og við séum bara barnlaust par í miðbænum og ímynda okkur hvað fólk sem á ekki börn gerir um helgar. Við erum reyndar engu nær... Við erum búin að fara aðeins á útsölur, elda góðan mat og borða saman og fara á rúntinn. Þetta var allt mjög skemmtilegt og indælt en einhvern vegin grunar mig að barnlaus pör séu að gera eitthvað allt annað. Ég ímynda mér að þau séu aktívari einhvern veginn en kannski eru þau öll bara draugtimbruð uppi í rúmi, kannski hanga þau með vinum sínum í stað þess að hanga með hvort öðru. Kannski eru þau bara að horfa á vídjó allan daginn og panta sjoppumat. Kannski stóðum við hjónin okkur bara ágætlega í því að vera barnlaust par þessa helgi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Barnlaus heila helgi og þið farið á útsölur og takið rúnt niður laugaveginn..!? Þetta kalla ég að misnotað aðstöðu sína. Sumt fólk verðskuldar ekki barnlausar helgar!

Eigðu ljúfan sunnudag.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.7.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitt

Hafið það gott

Ómar Ingi, 13.7.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Þetta er nákvæmlega það sem við gerum, nema ég fer ein á útsölurnar :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 13.7.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Marilyn

Við fórum sko ekki á rúnt niður laugarveginn (oj á klisjuna) heldur vorum við að skoða hverfið fyrir ofan fossvoginn og láta okkur dreyma aðeins. Það var rómó. Hvað mynduð þið gera?

Marilyn, 13.7.2008 kl. 18:38

5 Smámynd: Hafrún Kr.

hehe snilld og flott að ég er ekki ein sem kann þetta ekki var einmitt að blogga um barnlausu helgina mína hehe.

Hafrún Kr., 13.7.2008 kl. 18:43

6 Smámynd: Brussan

Þetta er eins og ég mundi gera, bara að vera saman og ekki reyna að gera of mikið, bara vera og tala.......

Brussan, 13.7.2008 kl. 21:34

7 Smámynd: Marilyn

Svo fórum við líka í bíó á föstudagskvöldið bara svona óundirbúið. Skrítið að geta tekið svona skyndiákvarðanir ;)

Marilyn, 14.7.2008 kl. 09:23

8 Smámynd: Helga Dóra

Við erum nú barnlaus flesta daga og erum alltaf í vandræðum hvað við getum gert til að hafa ofan af okkur..... Skil bara ekki hvað "venjuleg" barnlaust fólk gerir.... Það er ekki brjálað stuð á okkur alla daga....

Helga Dóra, 14.7.2008 kl. 10:32

9 Smámynd: Marilyn

Já þetta er kannski bara einhver mýta hjá þeim sem eiga börn að barnlaust fólk geti verið á fullu alla daga að gera eitthvað ótrúlega merkilegt. Það er nú frekar að þeir sem eru með börnin séu á fullu alla daga og ætla svo að taka því rólega á meðan börnin eru ekki heima. En þá verður til þessi ægilega pressa að "lifa eins og barnlaust fólk" og "gera eitthvað" sem verður til þess að foreldrar í barnafríi þeysast af stað, djamma jafnvel fram á nótt, og ná svo ekkert að slaka á hehehe.

Marilyn, 14.7.2008 kl. 13:57

10 Smámynd: Hafrún Kr.

Já ég held það líka þá reynir maður að gera hlutina sem hafa setið á hakanum.

Ég nýti barnlausar helgar í að taka út dót sem hún er hætt að leika sér með og of lítil föt og svoleiðis sem fengi ekki leyfir dótturinnar til að hverfa en ef ég geri það án þess að hún sjái það þá virðist hún ekki fatta það hehe.

Líka ég sef út þessa daga sem hún er ekki því annars er maður vaknaður alltaf löngu fyrir 8. 

Hafrún Kr., 14.7.2008 kl. 17:58

11 Smámynd: Marilyn

Hvurs lags uppeldi er þetta Hafrún - vöknuð fyrir 8??? Svona gömul? Mín er sko búin að læra að mamma er ekki við svona snemma og um helgar sofa gömlu hjónin til 10 á meðan lilli horfir á barnaefnið. Já og skammast mín ekkert fyrir það.

Marilyn, 14.7.2008 kl. 22:48

12 Smámynd: Hafrún Kr.

sko 8 það er að sofa út hjá henni en ég á reyndar svona morgunglaðan mann líka og 8 hjá þeim er bara seint þau eru oft um helgar vöknuð fyrir 7 og bara voðalega morgunhress og ég kem fram um 10-11 um helgar.

Ég vona að krílið núna verði ekki jafn morgunhrest. 

Hafrún Kr., 14.7.2008 kl. 23:34

13 Smámynd: Brussan

Ég er komin í frí og ég og börnin mín erum vöknuð um 7 leytið, þetta er alltaf svona hjá okkur, við kunnum ekki enn að sofa út, ég veit ekki hvað það er? ég hef alltaf verið svona.

Brussan, 15.7.2008 kl. 07:29

14 Smámynd: Marilyn

Úff þetta er  bara ofar mínum skilningi - ein morgunóhressasta kona norðan alpa! Veit fátt erfiðara en að vakna á morgnanna - nema kannski að fara að sofa á skikkanlegum tíma á kvöldin,  mér virðist það ómögulegt líka ;)

Marilyn, 15.7.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • anda
  • boom
  • ...img_1880
  • ...1810_767256
  • Jólakúla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband