Juicy BBQ-ribs baby!

bbq-ribsJá kvöldmaturinn er planaður þannig að ég er búin að forsjóða svínarif í BBQ-kryddi, vatni og salti og er að gera tilraunir með BBQ-sósu eftir lítillega breyttri uppskrift frá vini mínum Wulfenstein. So far so good og lyktin er dásamleg! Stefni á að borða BBQ-rif í fyrsta skipti í 2 ár eftir T minus 45 minutes.

Þess má til gamans geta að BBQ-rif voru einmitt það sem ég borðaði fyrir fyrsta fundinn minn. Ég var að kveðja þau því ég vissi að svoleiðis mat fengi ég aldrei aftur. Ég var svo óheppin að fá ekki sponsor á fundinum og ég var næstum því farin að gráta því ég vissi að afgangurinn af rifjunum beið mín heima og að ég myndi borða þau þrátt fyrir að vera komin með ógeð. Sem ég og gerði, bæði í miðnætursnarl og morgunmat daginn eftir!!!

En nú get ég heilsað upp á vini mína svínarifin aftur og samt verið í fráhaldi. Uppskriftin (ef hún heppnast) mun verða birt ykkur til yndisauka innan tíðar - og grillaðar rófur með.

 

 

 

UPPFÆRT:  Vávávávává - það má segja að ég hafi öðlast andlega vakningu við að borða þessi rif. Þau voru svoooo góð og mér til armæðu sá ég að það er mun meira kjöt á rifjunum en ég hafði talið mér trú um. Þegar ég borðaði BBQ-rif í denn hef ég s.s. borða 2-3 manna skammt og þess vegna fannst mér ég fá frekar lítið kjöt núna! En VÁ þetta var bara geðveikt. Það eina sem ég hugsaði eftir að ég var búin að borða var "í hvern á ég að hringja og deila þessari reynslu með" - reyndi þrjár ofætur en engin þeirra svaraði.

Ég á afgang af sósunni og ætla að gera mér aftur svona í næstu viku - þetta var algjörlega truflað og vinur minn Wulfenstein (aka. Úlfar Finnbjörnsson) á mikið hrós skilið fyrir að gefa mér uppskriftina (sem ég þurfti auðvitað að gera "gráa") og góð ráð við eldamennskuna. I would like to thank the akademy... - ég er viss um að ég fæ óskarinn fyrir þessi rif!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

UMMMMMMMM RIBS 

Ómar Ingi, 16.7.2008 kl. 18:53

2 Smámynd: Helga Dóra

Hey, kallinn var að sjúga svona bein í gær og mig langaði í. Kannski marr myndi fá í verðlaun uppskriftina af því að maður er nú svo duglegur að skrifa það fjórða... 

Helga Dóra, 16.7.2008 kl. 19:12

3 Smámynd: Marilyn

Skal bara bjóða þér í mat darling

Marilyn, 16.7.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: Hafrún Kr.

yummí verður að deila uppskrift með okkur hehe.

ÉG hef reyndar aldrei smakkað svona fanst aldrei taka því að borða það því það var alltaf svo mikið af beinum. 

Hafrún Kr., 17.7.2008 kl. 03:42

5 Smámynd: Helga Dóra

Sjitt, líst vel á það..... Ég er svo forvitinn að sjá þessa uppskrift og spennt

Helga Dóra, 17.7.2008 kl. 17:30

6 Smámynd: Guðný M

Vá hljómar ótrúlega vel....enda góður ráðgjafi og góður kokkur að verki :-)

Guðný M, 23.7.2008 kl. 21:38

7 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Hljómar æðislega. Hvernig væri að við myndum bara halda grísarifjapartý :o) namminamm

Kristborg Ingibergsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband