Nú er ég orðin hagsýn húsmóðir

Heimilið mitt er ekta íslenskt um þessar mundir. Ég bý svo vel að vera af bændaættum og mamma sendir mér kartöflur og gulrætur og ýmislegt.  Á sunnudaginn var steikt nautakjötsflykki sem fannst hér í frystinum við tiltekt. Á mánudaginn voru soðin svið hér á heimilinu í fyrsta sinn síðan við karlinn hófum búskap, hann renndi þeim niður með íslenskum kartöflum og rófum og tók afganginn með sér í nesti daginn eftir. Á þriðjudagskvöldið fengu þau feðginin sér fisk úr frystinum, hann er svolítið gamall en leyfar frá því góðæri þegar ég var sjómannsfrú. Með fiskinum var paxoraspur og íslenskar kartöflur og í eftirmat fengu þau ábrystir. Í gær tók svo tappann úr en þá var soðið heimagert slátur, slátrið var að sjálfsögðu borið fram með íslenskum kartöflum og rófum og í eftirmat fékk dóttirin íslensk aðalbláber sem amma hennar tíndi handa okkur og út á það var rjómi og reyndar svolítið af dönskum sykri.  Í kvöld verður svo mjólkurgrautur (íslensk mjólk en útlensk hrísgrjón), kalt slátur og ber í eftirmat.

 

Ég borða svo auðvitað ekkert af þessu sjálf enda í fráhaldi þrátt fyrir að vera svona ægilega hagsýn húsmóðir. Kreppan bitnar þannig á öðrum heimilismeðlimum, alveg eins og þegar mamma fór í megrun í denn, þá hætti hún að kaupa það sem okkur fannst gott.


mbl.is Nýi Landsbanki tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 9.10.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Sykurmolinn

Vá, íslenskt já takk.  En hérna... hvað er ábrystir   Get ég afsakað mig með því að ég er borgarbarn fram í fingurgóma?

Sykurmolinn, 9.10.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Marilyn

ábrystir og broddur er það sama - sumir kalla þetta flóabrodd. Þetta er sum mjólk úr kúm sem eru nýbornar.

Ef maður hitar þetta í vatnsbaði stífnar þetta og verður eins og búðingur, er yfirleitt borðað með kanilsykri. 

Marilyn, 9.10.2008 kl. 11:35

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

mig langar í svið ... og ábrysti með cherry sírópi !

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 9.10.2008 kl. 11:46

5 Smámynd: Helga Dóra

ég fæ mér stundum svið úr Melabúðinni eða Nóatún, kaupi þau nú bara tilbúin einsataka sinnum.....

Megum við borða Brodd??? Hann er sjúklega góður..... Borðaði mikið af honum í æsku......  

Helga Dóra, 9.10.2008 kl. 11:53

6 identicon

vá! rosalega ertu djúleg  -og myndarleg í heimilishaldi

Tinna (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband