Óskastundir

Það er svo magnað að vera ég í dag. 

Hér sat ég við skrifborðið mitt í vinnunni og var að hugsa um það hvort ég kæmist í sjúkraþjálfun því kallinn ætlaði að taka bílinn um hádegi til að fara í verslunarleiðangur. Hringir þá ekki sjúkraþjálfarinn og biður mig að koma fyrr, málinu reddað og ég þurfti ekkert að gera.

Ég var líka að velta því fyrir mér hvort ég ætti að tíma að kaupa Silfursafn Páls Óskars handa dóttur minni og hvernig ég gæti fengið diskinn áritaðann án þess að hún vissi því hún dýrkar Pallann næstum jafn mikið og mamma sín. Kemur ekki bara Páll Óskar í vinnuna til mín og færir mér diskinn á silfurfati (pardon the pun), áritaði hann til lilla Magga og var bara mega hress.  

Í þakklætisskyni langar mig að hvetja ykkur öll til að mæta í Skífuna í Kringlunni kl. 15:00 í dag, kaupa Silfursafnið og fá það áritað hjá Diskódrengnum okkar. Hann mun líka taka nokkur vel valin lög í leiðinni. Áfram Palli!

image

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kr.

æðislegt kanski ég tékki á þessu fyrir litla aðdáandann á þessu heimili sem gjörsamlega elskar Pál Óskar.

Hafrún Kr., 14.11.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Palli er alltaf hress :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 14.11.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Ómar Ingi

Go Palli

Ómar Ingi, 14.11.2008 kl. 19:55

4 Smámynd: Sykurmolinn

Palli er æði, gæti étið hann með skeið

Sykurmolinn, 16.11.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband