Ólétt... ennþá

Jebb - bloggleti afsakast ekki af bleyjuskiptum, brjóstagjöf eða sjúkrahúslegu. Átti pantað í keisara í fyrramálið (mánudagsmorgun) en svo snarsnérist mér hugur og ég ákvað að gera hvað sem er til að sleppa við aðgerð og reyna að frussa þessu út úr mér "eau natural". Stráksi fær því framlengdan frest til að láta sjá sig og meiri tíma til að pína þreytta móður sína. En þessi vika er líka "IT" því verði hann ekki kominn á fimmtudaginn verður skellt sér í gangsetningu sem vonandi tekst betur en síðast. Hún verður líka náttúrulegri en síðast því það má ekki gangsetja konur eins og mig með neinum látum, nei nei, í staðinn verður notuð "blaðra", og vegna þess að bloggvinir mínir eru eðlilegt fólk í flestum tilvikum þá ætla ég að láta nánari lýsingar eiga sig. Það hafa nefnilega ekki allir áhuga á því að lesa um leghálsa, útvíkkun og sprengingar á belgjum, skrítið?!

Jæja minnst 5 dagar í drenginn, það er þó eitthvað sem hægt er að segja með vissu. Sá mynd af mér áðan síðan í febrúar á síðasta ári og fékk eiginlega hálfgert sjokk yfir því hvað ég var mjó, það er ótrúlegt hversu mikið maður tapar raunveruleikaskyninu þegar maður er óléttur, mér er farið að finnast þetta eðlilegt ástand. Hlakka samt til að geta snúið mér í rúminu og farið fram úr án þess að jarma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

U Go Girl

Ómar Ingi, 25.1.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

mín var ánægjan :D

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 25.1.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Gangi þér vel sæta

Kristborg Ingibergsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:26

4 identicon

Gangi þér vel mín kæra.

Hlakka til að sjá þig næst.

kærleikskveðja af Skaganum.

Lára á Akranesi (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband