Skólastelpupirr

Stóra stelpan mín er að fara í nýjan skóla í haust - aftur. Aftur afþví að hún fór í Ísaksskóla síðasta haust.

Í dag, í góða veðrinu, sem by the way var eini almennilegi frídagurinn hjá kallinum áður en hann fer að vinna -  þurftum við sum sé að sitja inni og hlusta á tveggja klukkustunda kynningu um skólastarfið. Sem hefði auðvitað verið allt í lagi í sjálfu sér ef þetta hefði ekki verið svona laaaaangt og mikið af óþarfa upplýsingum. Hvaða sex ára krakkar eru t.d. farnir að spjalla á netinu með msn eða blogga? Og afhverju þarf ég þá að sitja í gegnum hálftíma glærushow um netöryggi? Ég er alveg öll fyrir netöryggi en fannst þetta bara fullsnemmt og mikill óþarfi akkúrat þarna. ÞAr að auki lásu allir bara af glærunum sínum svo upplýsingarnar hefðu alveg eins getað komið í pósti bara. 

Já þetta er ekkert mikið pirr, var bara pirruð að þurfa að sitja þarna svona lengi, hafði planað daginn í allt annað en þetta rugl þó auðvitað sé gott að koma og skoða skólann og sjá og heyra um starfssemina. Og var meira pirruð á öllu þeim óþarfa upplýsingar sem þessum tveim tímum var eytt í og til marks um það hvað þau eyddu miklum tíma í óþarfa rugl var að kynning á einhverju hegðunarkerfi komst ekki að út af hinu bullinu. 

Lýst annars rosa vel á nýja skólann, held og hef heyrt að þetta sé góður skóli og hlakka til að stelpurófan mín fari í 1. bekk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband