Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Áskorun til þeirra sem kaupa bensín

Ég er búin að fá "Vaknið" póstinn fjórum eða fimm sinnum og þrátt fyrir að þetta ljóta powerpoint show veki engin sérstök "vakna" viðbrögð hjá mér enda sett fram í svona múgæsingarstíl og þrátt fyrir að þetta lykti af olís og atlantsolíu herbragði þá sé ég ekkert að því að taka þátt. Ef við sem neytendur getum komið af stað verðstríði þá ættum við að gera það og þegar verðstríðið er komið í gang getum við verslað við hin fyrirtækin aftur. Bottom line er að það eru nokkur olíufélög í boði hérna og ef við verslum alltaf bara við "næstu stöð" í hvert skipti þá sköpum við enga samkeppni. Olíufélögin eru öll sama tóbakið vegna þess að við trítum þau þannig. Ef við beinum viðskiptum okkar í eina átt frekar en aðra sköpum við samkeppni alveg eins og þegar við veljum Bónus fram yfir Nóatún osfrv. Munið bara að N1 á EGÓ og SHELL á Orkuna.

Hér er textinn úr powerpoint showinu fyrir ykkur sem eruð ekki búin að fá þetta fimm sinnum nú þegar.

 

Góðan daginn, 

Ég hef frétt,

Að bensínverðið

geti í nánustu framtíð

Komist í

200 kr.lítrinn  

                                                Villt þú að verðið lækki í staðinn?

Það er hægt! 
  
En þá verðum við að framkvæma núna!

Og gera það af skynsemi! 
 

Erlendis reyndu menn að hafa áhrif og kaupa bara bensín virka daga.

Forstjórar olíufélagana hlógu .Þeir vissu að ef þú keyptir ekki bensín á mánudögum, keyptir þú það bara á þriðjudögum   Vonlaus aðgerð.           

             Einhver fékk hugmynd sem getur virkað, 

Ef vilji er fyrir hendi. 

Lesið áfram og verið með! 


Bensínið kostar í dag ca. 

175,00 Kr/lítrinn

Við vitum öll að olíufyrirtækin græða óhemju á þessu háa heimsmarkaðsverði og geta lækkað umtalsvert verðið hér heima. 


 Munið eftir því þegar verðið fór yfir 100 kr.

Þá var talað um að olíubirgðir í jörðu væru á þrotum.

Í dag er ekki svo mikið rætt um að olíubirgðir í jörðu sé á þrotum

Það er til meiri olía í dag en fyrir 35 árum síðan- Miklu meiri olía og ekki sér fyrir endann á því í dag..  

OG ÞÁ KOSTAÐI LÍTRINN CA 25 KR. GAMLAR  
 

 Við verðum að taka til okkar ráða,

Og sýna olíufélögunum að neytendur geta haft áhrif og rétt fyrir sér.

Eina ráðið er að slá þar sem sárast bítur:

Peningaveskið!

Það getum við gert!  


HVERNIG?  

Við þurfum öll okkar bíla og þurfum að kaupa á þá bensín og olíu,

En við getum haft áhrif á verðið:

Þegar við tökum höndum saman

getum við komið af stað verðstríði

VERÐSTRÍÐ!!! 
 

Við leggjum til:  

 

Að við

Kaupum ekki bensín

Af tveimur stærstu olíufélögunum: 

N 1

og

Shell.  

Hugsið ykkur!

Þegar tvö stærstu olíufélögin selja ekki lengur bensín og olíu neyðast þau til að lækka verðið til þess að fá viðskiptavinina til baka.Þetta leiðir til verðstríðs og hin olíufélögin neyðast líka til að lækka og fylgja með

En til að ná árangri verðum við að ná flestöllum N1 og Shell viðskiptavinum með. Og allir verða að taka þátt í þessari samvinnu. 


  Svona gerum við!

Líka bílar fyrirtækjanna! 


 Ég sendi þetta til 10 aðila.Þegar þeir síðan senda þetta til sinna tíu, höfum við náð 100 og þegar þessir 100 senda sínum 1000 kunningjum.......... 

 

Höfum við fljótt náð  300 000  o.s.v....

Þú skilur hvað ég meina? 

Þegar allir hafa sent þetta daginn eftir, höfum við náð

Á einni viku til

300 þúsund

manns,

Í verðstríð við olíufélögin 

Já,

Við getum unnið, en... 


En það er MJÖG 

Mikilvægt

Að við kaupum ekki bensín og olíu hjá

N1 eða Shell

Fyrr en verðstríðið er hafið

Til þess að komast áfram með þetta og ná takmarkinu.

Bið ég þig,

Sendu þetta áfram til 10 kunningja

Getum við reiknað með þér?

 


Viðey

Viðeyjarferð var skemmtilegri fyrir suma en aðra og gremjan stigmagnaðist hjá mér út ferðina. Fyrst var það ferjan sem ekki fylgi neinni áætlun, svo var það vafflan handa dótturinni sem aldrei kom (Múlakaffi var ekki að bæta við þjónum þrátt fyrir að Viðeyjarhátíð hefði verið auglýst og aukinn gestafjöldi viðbúinn), svo var það pissuslys hjá fimm ára gömlu barni (mínu) sem mér fannst að ætti að vita betur en að bíða fram á síðustu stund, að lokum voru það svo skátar sem ákváðu að flytja búferlum frá eynni akkúrat eina daginn sem þar er eitthvað af gestum og létu u.þ.b. 30 manns bíða í skítkaldri hafgolu eftir næstu ferju svo þeir gætu flutt sjónvörp, svefnpoka, reipi, spýtur og fleira undarlegt dót til Reykjavíkur. Það er því nokkuð ljóst að svona útihátíðir ber ekki að halda nema spyrja fyrst hina alvitru Guðrúnu ráða sem hafði þó hvorki vit á að taka með sér hlý aukaföt þrátt fyrir að hafa búið á Íslandi í rúmlega 27 ár, nesti handa öðrum en sjálfum sér eða fara með dótturina á WC jafnvel þótt hún segðist ekki þurfa (sem hún segir alltaf).

Ya´ll need to stop drivin' ...


Leti í fleti

Nenni ekki að blogga með lappann á lærunum, uppi í rúmi, klukkan hálf tólf á sunnudegi og ég er ennþá í náttfötunum. Vil bara ekki hafa vanlíðunarfærsluna efsta lengur því vanlíðanin er að fara og ég að skána. Þakka það nuddi frá múttu og hnykkingu frá kírópraktornum. Er að velta því fyrir mér hvort ég og mitt lata rassgat eigum að drulla okkur á lappir og fara út í Viðey á Viðeyjarhátíð. Ég veit hvað mig langar að gera en það er eigingjarnt af mér að neita barninu mínu um þessa upplifun, líka vegna þess að ég veit að þarna verða krakkar sem hún þekkir og hún á örugglega eftir að skemmta sér vel. Og ef ekki þá getum við bara tekið næsta bát heim. Mesta letin felst eflaust í því að ég nenni ekki að búa til nesti og taka með mér. Skortir svo sannarlega kraft, það er á hreinu!

Vanlíðan

Nú er ég búin að vera slöpp í marga daga og svona líkamleg vanlíðan tekur alveg ótrúlegan toll á andlegu líðanina. Undanfarið er ég t.d. búin að hugsa um hvað KFC gæti mögulega bætt líðanina eða bakaríismatur og í huganum kenni ég fráhaldinu um það hvað mér líður illa.

Í huganum veit ég líka að þetta er kjaftæði, þetta er þráhyggja og ég er búin að leyfa henni að grassera. Orðaði þetta loksins við sponsorinn í morgun og bara við það að segja þetta upphátt losnaði um eitthvað og ég hætti að trúa á þessa blekkingu að kolvetni geti læknaði mig af líkamlegri vanlíðan sem hefur ekkert með kolvetni að gera. Þráhyggjan fíkilsins getur verið allri vitneskju yfirsterkari og ef hún nær tökunum á manni þá hverfa allar slæmu minningarnar sem maður á af fyrri átköstum og ofáti. Er ég búin að gleyma svitaköstum, samviskubiti, ógleði, að vakna eins og "skítugur" eftir átkvöld, að óska þess að geta ælt eftir margra klukkutíma átkast, feluleiknum, skömminni og ógeðinu sem maður hafði á sjálfum sér. Vitsmunalega veit ég af þessu, tilfinningalega hugsa ég "var þetta svona slæmt" og "kannski get ég NÚNA...". Þráhyggjan getur komið mér á þann stað að allt sem ég veit um matarfíkn og lausnina og allt sem ég veit um vanlíðanina sem ofátið olli mér verður sem undarlegt bergmál í hausnum á mér, eitthvað kjaftæði sem er ekki satt, er að minnsta kosti ekki satt lengur.

Ég er þakklát fyrir daginn í dag í fráhaldi og fyrir að eiga sponsor og sponsíur sem halda mér við efnið. Ég þarf samt að hafa betra samband við æðri mátt, svolítið fáránlegt að eiga samband sem er mikilvægasta sambandið í lífi manns og vanrækja það svo! 


Dóttir í dramakasti

Fyrir næstum tveimur mánuðum síðan fór dóttir mín að biðja um að fá að fara til augnlæknis, sagði að hún þyrfti gleraugu, hún sæi svo illa og talaði um þetta stanslaust í nokkra daga. Ég ákvað að athuga hvort hún myndi ekki bara gleyma þessu og sagði "þeir sem tuða fá ekki að prufa" og þá þagnaði hún í nokkurn tíma en gleymdi þessu ekki og kvartaði sáran um leið og heilræðið mitt hvarf henni úr huga. Mig grunaði að einhver í leikskólanum hefði þurft gleraugu og að henni þætti það því allt í einu spennandi að fá að fara til augnlæknis og þurfa gleraugu (skrattinn hittir ömmu sína). Þar sem hún hætti ekki að kvarta ákvað ég að það eina í stöðunni væri að fara með barnið til augnlæknis, ég gæti nú seint fyrirgefið mér að hafa ekki tekið krakkann trúanlegan ef eitthvað væri að í alvörunni. Ég pantaði tíma fyrir okkur báðar fyrir u.þ.b. mánuði síðan og við fórum loksins í dag til augnlæknisins. Þá var stelpurófan nánast búin að gleyma þessu öllu saman en fylltist samt mikilli tilhlökkun yfir að fá loksins að fara.

Við fengum frábæra þjónustu á Augnlæknastofunni, vorum mældar í bak og fyrir og dóttirin fékk einhverja dropa í augun sem rugla sjónina því öðruvísi er víst ekki hægt að fá marktæka mælingu hjá þessum litlu krökkum. Í ljós kom að ég þurfti sterkari gleraugu (mínusinn hefur hækkað um 0,5) og er með rispur/sár á hornhimnunum (búin að vera þarna lengi) sem veldur því að ég oft sár og viðkvæm í augunum en dóttirin er með fullkomnar sjóna og þarf ekki gleraugu.

Vonbrigðin í litlu augunum leyndu sér ekki þegar ég sagði henni fréttirnar en ég gerði þau stórmistök að láta ekki lækninn segja henni þetta því hún trúir ekki vondu og leiðinlegu mömmu sinni sem vill ekki leyfa henni að fá gleraugu. Og út af dropunum sem aflaga sjónina í nokkrar klst. og gera hana hálf nærsýna og fjarsýna í senn var hún sannfærð um að hún sæi hræðilega og þyrfti virkilega á gleraugunum að halda. Hún grét á meðan ég borgaði fyrir tímann og var ekki sammála mér að hún væri heppin að þurfa ekki gleraugu og heppin að vera með heilbrigð augu. Fannst hún þvert á móti hræðilega óheppin því hana langaði svo óskaplega að vera með gleraugu.


Veikindi og ný bók á náttborðinu

Þeir sem komust í gegnum listann minn sáu kannski að ég auglýsti eftir nýrri bók til að lesa og viti menn... ég var bænheyrð. Daginn eftir beið mín tölvupóstur í vinnunni þar sem stóð að ég ætti bók í afgreiðslunni (og reyndar allir starfsmenn), gjöf frá fyrirtækinu. Bókin heitir Tré Janisaranna (skrítið nafn) og ég er ekki búin að lesa mikið en hún lofar samt nokkuð góðu, gerist í framandi umhverfi og er svona spennuglæpasaga og ég var einmitt í stuði fyrir svoleiðis. Svona virkar einhvern veginn allt í lífi mínu í dag, ef mig langar í eitthvað þarf ég stundum bara að bíða í stað þess að fikta í hlutunum sjálf og þá kemur þetta bara til mín að sjálfu sér.

 

Ég ofkeyrði mig í síðustu viku. Var að berjast við að klára allt fyrir prentunina á blaðinu og strax að því loknu fór ég að undirbúa og versla inn fyrir sæluhelgina og svo var sæluhelgin auðvitað heilmikið havarí og mikið um að vera. Ohh mikið var hún yndisleg. En ég var samt veik, varð veik af þessari ofkeyrslu og veikindin hittu mig fyrir af fullum þunga þegar ég kom heim. Hausinn á mér stíflaðist út í öll göng og holur með tilheyrandi hausverk og vanlíðan en ég hef sem betur fer sloppið við hálsbólguna sem ég hef frétt að fylgi þessari pest sem er að ganga (sjö níu þrettán). Svo nú er ég bara heima í vanlíðan að hafa það rólegt. Er gædd þeim kostum að geta sofið endalaust svo ég læt mér nú ekki leiðast auk þess sem Friends hafa stytt mér stundir. 


Hópþrýstingur - og alltaf læt ég undan

1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ? Mömmu hans pabba en samt aðallega systur hennar mömmu - en seinna nafnið mitt er reyndar út í loftið

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ?  Ég var óvænt með TMC í dag og hágrét yfir gamalli útgáfu af Lassie - svo grenjaði ég yfir private practise í kvöld líka. 

3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?  Nei ekki einu sinni þegar ég vanda mig

4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST? Nauta rib eye og eiginlega allt kjöt bara nema þá síst svínakjöt og kalkúni.

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG?  Ég á eina 5 ára gelgju

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN? Já auðvitað, ég er frábær

7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? Já 

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? Kannski fyrir réttar fjárhæðir

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Morgunís keysaraynjunnar með kanileplum en líka bara egg og beikon og ein appelsína

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? held ég einu reimuðu skórnir sem ég á séu lausreimaðir svo ég geti hoppað í þá

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? Ekki þessa dagana

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? Morgunverðarís keisaraynjunnar

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS? Ytra útlit og hvort það sé í "stuði"

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ?  bleikur gloss


15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG?    ég er óstundvís


16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?  Sakna ekki neinnar manneskju því þær eru allar hjá mér, en ég sakna Læku minnar svolítið.

17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ?  Nei ekkert frekar

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ?  vínrauðum röndóttum náttbuxum og berfætt

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR?  Nautasneiðar, rófufranskar og feik bernaise úr smjöri og majónesi

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?viftuna í tölvunni og hljóðið sem kemur þegar ég skrifa á takkaborðið

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ?  Mosagrænn

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? Nýjubílalykt og alls konar matarlykt

23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? Vin kallsins

 
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ? Já hún er buddan mín 

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Formúlan


26. ÞINN HÁRALITUR ? náttúrulegi er þessi músagrábrúni en núna er ég með litað allskonar ljóst

 
27. AUGNLITUR ÞINN? Grænn

28. NOTARÐU LINSUR ? Bara spari þegar gleraugun mín eru ekki nógu fansí

29. UPPÁHALDSMATUR ? nánast alltaf sá matur sem ég er að borða þá stundina, en beikon er ofarlega á lista yfir uppáhaldsfæðutegundir

30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Algjör sökker fyrir góðum endi. Ég höndla ekki hryllingsmyndir, verð hrædd af því einu að sjá bíóbrotin.

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? Man það ekki - örugglega einhver teiknimynd með stelpunni fyrir löööööngu

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ? Hvað er deit? ég geng alltaf of langt

 
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Mjólkurhristingur með vanillusírópi og instant kaffi

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? ekki grænan

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? Þessir óvirku sem blogga aldrei

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? Aðallega AA-bókina en langar alveg ofsalega í nýjar bækur núna, er alveg búin að lesa fantasíurnar mínar upp til agna

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? á ekki músamottu heima en í vinnunni er ég bara með svarta og enga mynd

38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? horfði á einhverja mynd með Clint Eastwood á TMC

39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Bítlarnir (og ég hef ekki séð svar frá neinum sem segir Stones)

 
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Portúgal eða Spánn eða kannski ítalía, vantar málband

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Stálminni en gleymi stundum að nota það

42. HVAR FÆDDISTU ? Akureyri

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ? Habbý


Vá - ég var viss um að ég hefði verið að ímynda mér þetta

Ég fann skjálftann hér í eldamennskunni heima hjá mér en var viss um að ég hefði bara verið að ímynda mér þetta því stundum, eftir að ég fékk jarðskjálftasjokkið í seinni skjálftanum 2000, finn ég jarðskjálfta sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Og svo er búið að vera að sprengja mikið í hverfinu mínu undanfarin ár og ég er greinilega orðin vön því að hrista af mér smá titring. En ég er frekar hrædd við jarðskjálfta og neyddi meira að segja vinkonu mína og kærastann hennar til að gista hjá mér eftir svolítinn jarðskjálfta eitt kvöldið, þorði ekki að vera ein heim með barnið. Það kom mér því svolítið á óvart að opna mbl og sjá að ég hafði ekki verið í jarðskjálftaóttanum að ímynda mér einhvern titring, þetta var í alvöru og allt að gerast. Þessari hrinu hlýtur nú að fara að ljúka.

Merkilegt samt að ég spáði jarðskjálftum helgina eftir að stóri skjálftinn kom, áður en hann kom - var að lesa veðurspána á vedur.is fyrir pabba á miðvikudaginn eða fimmtudaginn og sagði "já svo brestur á með jarðskjálftum" í hálfkæringi og alveg upp úr þurru. Ég er grínskyggn, það bara hlýtur að vera. Ég grínaðist einu sinni rosalega mikið með herpes og vinkona mín fékk herpes... ég verð greinilega að passa hvað ég læt út úr mér í hálfkæringi - en þá verður það náttúrulega ekki hálfkæringur.

 


mbl.is Snarpur kippur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæl í ferð

Vá hvað ég hef lítið nennt að blogga undanfarið. Ég (eða við reyndar, ég er ekkert ein í vinnunni) er að reyna að koma út næsta tölublaði af Gestgjafanum sem á að fara í prentun á morgun og það er alltaf svolítið mikið stress þessa síðustu daga fyrir skil, sumir að skila seint og ég á eftir að gera þetta og hitt osfrv. Ss. Brjálað að gera en lagast vonandi á miðvikudaginn þegar blaðið er farið. Á sama tíma er ég svo að skipuleggja sæluferð með nokkrum guðdómlegum konum af höfuðborgarsvæðinu (aðallega) sem allar eru eins og ég þegar kemur að mat. Við ætlum að elda og spjalla og læra hver af annarri. Hlakka rosalega til og ef þið ætlið með og eruð ekki búnar að skrá ykkur þá er síðasti séns í dag, svo bara drífa sig drífa sig!

 


Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband