Hvar eru "birgðirnar" þegar gengið lækkar?

Í hvert einasta skipti sem gengi krónunnar hefur hækkað og hlutirnir eru á uppleið fyrir krónuna bíða olíufélögin með lækkun og afsaka það með því að þau eigi "birgðir" sem keyptar voru á meðan gengið var lægra. Krónan byrjaði nú bara að lækka svona mikið í morgun og strax eru olíufélögin búin að hækka bensínverðið - hvar eru birgðirnar sem keyptar voru á meðan gengið var hagstæðara. Það er ákaflega dularfullt hvað þessar meintu "birgðir" eru alltaf fljótar að klárast þegar illa árar.
mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr hery!

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:05

2 identicon

Nákvæmlega það ég var að hugsa!

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:08

3 identicon

vantaði "sem" þarna

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:08

4 identicon

Bý á Ítalíu, hér kostar líterinn núna m.v. gengi íslensku krónunnar 168 kr.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:11

5 identicon

hihi já hef aldrei skilið þetta, mikið rosalega eru olíufélögin með lélega innkaupastjóra, virðast alltaf kaupa inn þegar verð og/eða gengi er sem óhagstæðast....skrítið að þeir skuli vera enn í vinnu

Maggie (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband