Ekki búin á því!

Nei ég er sko ekki búin á því eftir framtakssemi sunnudagsins. Kallinn minn er bara alltaf að læra með tölvuna fram á kvöld og mikið að gera í vinnunni hjá mér svo ég sleppi öllum pistlum.

Það sem helst liggur á mér núna er yfirvofandi dauði hundsins míns en við erum núna búin að nánast horfa á hana hrörna dag frá degi í 3 vikur og nú er komið að því að við ætlum að hjálpa henni að deyja ef það gerist ekki af sjálfu sér fyrir föstudag.  Það er átakanlegt að horfa á hana skjögrandi úti í garði að reyna að gera þarfir sínar eða þegar hún liggur og starir döprum augum út í loftið. Hún dettur eða veltur út af því hún heldur ekki jafnvægi, hún leitar alltaf til vinstri, er máttlaus, getur ekki gengið stigana, ekki staðið upp sjálf, er hætt að næra sig og getur varla drukkið vatn því hún er svo jafnvægislaus, það lekur stanslaust úr augunum á henni og hún á meira að segja í erfiðleikum með að leggjast niður. Hún reyndi eitthvað aðeins að borða í gær en líkaminn hennar mótmælti og hún ældi allt út í staðinn. Ég er svo algjörlega máttlaus þegar kemur að lífshlaupi  þessa hunds og ég get ekkert gert fyrir hana nema rétt að reyna að gera henni lífið bærilegt síðustu dagana. 

Ég vissi jú alltaf að ég fengi ekki að eiga hana lengi því hún var 10 ára þegar ég tók hana að mér en hún hefur einhvern vegin alltaf látið eins og hvolpur sama hvað bjátar á og að sjá hana eldast á þessum leifturhraða er frekar erfitt. 13 1/2 ár eru mjög hár aldur fyrir hund og ég er sátt við að leyfa henni að fara þó ég eigi eftir að skæla úr mér augun þegar stundin kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Finn til með þér varðandi hundinn. Hef misst hund líka í veikindi og það var bara eins og að missa systkyni. Ég var búin að alast upp með henni lengi. Vonandi fer þetta allt eins og er best fyrir greyið.

Helga Dóra, 16.4.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ó hvað ég á eftir að sakna hennar

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 16.4.2008 kl. 16:38

3 identicon

Sæl og blessuð.  Takk fyrir mig, að lesa hugleiðingar þínar er frábært og hvetjandi.  Gleðilegt fráhald.  Bestu kveðjur Sigurlaug.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband