Andleg kjörþyngd

Ég man þegar ég var á fyrstu vikunni í fráhaldi og labbaði inn í Kringluna. Ég var ennþá rosalega mikið í því að lesa hugsanir allra í kringum mig á þeim tíma og var viss um að allir sem litu á mig hugsuðu "Oj bara, hvað er hún að gera svona feit í Kringluna??" en afþví að ég var byrjuð í fráhaldi, þó ekki væri farið af mér eitt einasta kíló, þá gat ég borið höfuðið hátt og hugsað "hei - ég er þó allavega í fráhaldi, ég er að gera eitthvað sem ég veit að virkar!" og á þeirru stundu hefði ég þess vegna getað verið í kjörþyngd því ég varð svo sjálfsörugg af því einu að vera í fráhaldi. Það er svo rosalega stór partur af þyngdinni/fitunni í hausnum á mér.

Í dag fæ ég annað slagið svona köst þar sem mér finnst ég vera risavaxinn í kringum annað fólk, sérstaklega ef það er mjög fíngert fólk. Þá held ég allt í einu að ég sé ekki í kjörþyngd og að ég ætti að reyna að verða jafn mjó og 18 ára, smábeinótt stelpa sem hefur aldrei átt börn. Það er s.s. mjög auðvelt að rugla mig þegar kemur að líkamsímynd, líklega afþví að ég plataði sjálfa mig í mörg ár að holdafarið mitt væri í eðlilegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Sjitt er alltaf að bíða eftir því að ég verði eins og Britney í Toxic,,, verð ég ekki þannig?? Ég er svo biluð að ég sé bara hana og svo Rosanne..... Eins og kallarnir á ég erfitt að sjá milliveginn stundum.

Helga Dóra, 27.4.2008 kl. 07:19

2 Smámynd: Sykurmolinn

Mér leið eins og ég væri 50 kílóum léttari af því að ég var komin í fráhald.  En núna þegar hausinn minn er búinn að vera með vesen er ég sannfærð um að ég sé búin að þyngjast um 50 kíló á einni helgi..... 

Sykurmolinn, 27.4.2008 kl. 09:26

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég fer alveg í hnút þegar ég hitti svilkonu mína, hana Gan, hún er frá Thailandi og nær mér hámark í öxl og er svona tuttugu kíló ... en svo þegar ég stend fyrir framan manninn minn sem er 184cm finnst mér ég algjör písl, þó að hann sé líka ca tuttugu kíló ... god hvað ég kannast líka við það að vera algjörlega sannfærð um að hafa þyngst um amk 40kg á milli vigtunardaga ... erum við ekkert klikk??

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.4.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: María

Takk fyrir að segja frá þessu, þannig að ég sjái að ég er ekki sú eina sem er svona klikk í hausnum.

María, 27.4.2008 kl. 12:06

5 Smámynd: Ómar Ingi

Kjörþyngd smjörþyngd

Konur verða nú að hafa línur ekki satt , ekekrt gaman að sjá einhverjar spýtur á háum hælum,

En HD þú kveiktir nú soldið í kallinum að minnast á Brit í Toxic

En annars langar mér að sjá manninn hennar Elínar fyrst hann er c 20 kíló , sko Dvergar eru þyngri en 20 kíló.

Jæja fyrirgefið mér að vera að bulla í ykkur stúlkur

Ómar Ingi, 27.4.2008 kl. 12:24

6 identicon

Hæ sæta skutla takk fyrir commentið ;) aðgerðin gekk mjög vel og snúllinn er sprækur :) vonandi gengur allt vel hjá þér ....

knús mús

Lilja Torfa (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:26

7 Smámynd: Ásgerður

Váá,,,gaman að sjá að ég er ekki ein svona klikkuð

Ásgerður , 2.5.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband