Frugal living

Ég er komin í skipulagsgírinn og þar sem við á Gestgjafanum erum nú að vinna garðveislu og sparnaðarblað er ég að fletta upp rosalega mikið af sparnaðarráðum á netinu sem gætu nýst í umfjöllun í blaðið. Þegar maður sekkur sér svona ofan í eitthvað málefni verður maður auðvitað svolítið smitaður af því og þess vegna er ég komin í nokkurskonar ofur-skipulags-sparnaðargír.

Ég hef komist að því að sparnaður er lífstíll, ég hef líka komist að því að það er hægt að ganga mismunandi langt í sparnaði og ég hef líka komist að því að tíminn er peningar. Málið er nefnilega ekki  að maður þarf að "spend money to make money" heldur er það sem maður þarf raunverulega að gera að "spend time to save money".

Dæmi: Sviðasulta kostar fullt af peningum og við erum að tala um hræódýrt kjöt sem annars yrði hent því sárafáir kaupa og matreiða svið af einhverju ráði í dag. Það tekur u.þ.b. hálfan dag að útbúa sviðasultu heima við, maður fær langtum meira magn af henni og hún kostar aðeins brotabrot af því sem hún kostar pökkuð og forsoðin. Spurningin er samt þessi - hvað kostar þú í hálfan dag og hvað hefðirðu getað gert annað á meðan? Sama gildir um að búa til sína eigin jógúrt o.m.fl.

Það er hægt að ganga of langt í að spara. Fann t.d. heimasíðu áðan þar sem konum er kennt að búa til sín eigin, margnota dömubindi... Já nei, ég held ekki en takk samt. Það má samt nota svipað ráð og eyða í bikarana og sleppa þannig við kostnað vegna blæðinga í framtíðinni. Ef hver pakki af túrtöppum kostar 500 kall þá þarf maður ekkert svo marga mánuði til að bikarinn borgi sig að ógleymdu öllu ruslinu sem fylgir hinu dótinu.

Ég fer aldrei með mína eigin poka með mér í búðir en ég hendi samt aldrei innkaupapokunum heldur nota þá undir rusl osfrv. Það er samt sem áður ódýrara að kaupa sérstaka ruslapoka (sem kosta 3-5 kr. stk.) í staðinn fyrir að spandera alltaf í innkaupapoka, hef aldrei komist upp á lagið með það. Ég dreg samt mörkin við það að föndra gólfmottur úr plastpokum, slík fyrirbæri kæri ég mig ekki um. 

 saving-money

Sparnaðarráðin sem ég ætla að fylgja á næstunni snúa samt mest að hreinsiefnum og innkaupum. Nú erum við kallinn komin með system þar sem hann fer í búðir á föstudögum, á föstudögum eru flest tilboð á kjöti t.d. og hann á að notfæra sér þau. Sparnaðurinn við að láta hann fara í búðir er líka sá að hann er ólíklegur til að fara langt út fyrir miðann, sem er oftar en ekki kostur. Svo ætlum við að skera uppþvottaefniskostnað niður um helming með því að skera töflurnar í tvennt. Borða meira úr frystinum og afhríma hann oftar til að koma meira dóti inn. Frystar eru guðgjöf til þeirra sem eru að spara því þar má geyma tilboðsdótið. Frysta ostafganga og fleira svona fönkí.

 

Eitt sem ég þoli samt ekki er sparnaðardrasl. Ódýrasti klósettpappírinn er kannski ekkert ódýrasti klósettpappírinn því rúllan dugir helmingi styttra en pappír sem er aðeins betri og aðeins dýrari og í hverju er þá sparnaðurinn fólginn ef það þarf að kaupa helmingi meira af pappírnum? Ég þoli heldur ekki að ódýrubúðirnar á borð við bónus geti fengið að kalla sig ódýrari þegar þau bjóða upp á eitthvað euroshopperdrasl í staðinn fyrir alvöru vörurnar og bjóða jafnvel eingöngu upp á það í ákveðnum flokkum. Ef maður er ekki að fá sömu gæðin á lægra verði þá er maður ekkert endilega að spara. Ég legg til að verðkannanir verði framkvæmdar eftir merkjum í framtíðinni - ekki bara "sambærileg vara" því sambærileg vara er ekki sama varan.

Sparnaðar-Gudda, yfir og út 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kr.

já þetta í alvöru og ég meina það er eitt af uppáhaldsumræðuefnunum mínum.

En hér á heimili er einmitt oftast farið á föstudögum og keypt inn fyrir vikuna.

Ég gæti skrifað heila ritgerð um sparnaðarráð hehe.

En besta sparnaðarráðið mitt er að hætta að borða hömlulaust. 

Hafrún Kr., 23.5.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Marilyn

Ég get alveg verið hömlulaus í eyðslu en samt ekki í hömlulausu ofáti. Er með alls kyns kenjar tengdar matnum mínum (og snobb) sem kosta helling. En jú kostnaðurinn við skyndibitamat er auðvitað orðinn lítill sem enginn.

Marilyn, 23.5.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég fer með gamlar töskur í búðir, kaupi rúllu af gráum haldapokum og versla alltaf í bónus, nema einstaka steik í nóatúni

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 23.5.2008 kl. 17:35

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Geri nákvæmlega sama og Ella Sigga :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 23.5.2008 kl. 19:41

5 Smámynd: Ómar Ingi

Hummm

Ómar Ingi, 23.5.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: Klara

Já, spara. Ég tek t.d. kjöt á haustin heimaslátrað. Er með kjötvinnslu í skúrnum í einn dag og þarf ekki að kaupa lamb fyrr en eftir ár.

Klara, 24.5.2008 kl. 09:10

7 Smámynd: Helga Dóra

Ég er kjáni í svona málum... Spara stundum aur hér og aur þar en eyði alltaf krónum eins og mófó........

Helga Dóra, 24.5.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband