Dóttir í dramakasti

Fyrir næstum tveimur mánuðum síðan fór dóttir mín að biðja um að fá að fara til augnlæknis, sagði að hún þyrfti gleraugu, hún sæi svo illa og talaði um þetta stanslaust í nokkra daga. Ég ákvað að athuga hvort hún myndi ekki bara gleyma þessu og sagði "þeir sem tuða fá ekki að prufa" og þá þagnaði hún í nokkurn tíma en gleymdi þessu ekki og kvartaði sáran um leið og heilræðið mitt hvarf henni úr huga. Mig grunaði að einhver í leikskólanum hefði þurft gleraugu og að henni þætti það því allt í einu spennandi að fá að fara til augnlæknis og þurfa gleraugu (skrattinn hittir ömmu sína). Þar sem hún hætti ekki að kvarta ákvað ég að það eina í stöðunni væri að fara með barnið til augnlæknis, ég gæti nú seint fyrirgefið mér að hafa ekki tekið krakkann trúanlegan ef eitthvað væri að í alvörunni. Ég pantaði tíma fyrir okkur báðar fyrir u.þ.b. mánuði síðan og við fórum loksins í dag til augnlæknisins. Þá var stelpurófan nánast búin að gleyma þessu öllu saman en fylltist samt mikilli tilhlökkun yfir að fá loksins að fara.

Við fengum frábæra þjónustu á Augnlæknastofunni, vorum mældar í bak og fyrir og dóttirin fékk einhverja dropa í augun sem rugla sjónina því öðruvísi er víst ekki hægt að fá marktæka mælingu hjá þessum litlu krökkum. Í ljós kom að ég þurfti sterkari gleraugu (mínusinn hefur hækkað um 0,5) og er með rispur/sár á hornhimnunum (búin að vera þarna lengi) sem veldur því að ég oft sár og viðkvæm í augunum en dóttirin er með fullkomnar sjóna og þarf ekki gleraugu.

Vonbrigðin í litlu augunum leyndu sér ekki þegar ég sagði henni fréttirnar en ég gerði þau stórmistök að láta ekki lækninn segja henni þetta því hún trúir ekki vondu og leiðinlegu mömmu sinni sem vill ekki leyfa henni að fá gleraugu. Og út af dropunum sem aflaga sjónina í nokkrar klst. og gera hana hálf nærsýna og fjarsýna í senn var hún sannfærð um að hún sæi hræðilega og þyrfti virkilega á gleraugunum að halda. Hún grét á meðan ég borgaði fyrir tímann og var ekki sammála mér að hún væri heppin að þurfa ekki gleraugu og heppin að vera með heilbrigð augu. Fannst hún þvert á móti hræðilega óheppin því hana langaði svo óskaplega að vera með gleraugu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Fór sjálf í gegnum svona nokkrum sinnum. Þarf "einbeitningar" gleraugu í dag. Svona þegar ég les og sauma en er búin að fresta því í 3 ár að sækja þau...

Helga Dóra, 12.6.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Hafrún Kr.

ég þráði gleraugu sem krakki því "allir" aðrir voru með gleraugu og mér fanst þau flott.

Í dag á ég að ganga með gleraugu en geri það ekki því mér finst þau ekki fara mér. 

Hafrún Kr., 13.6.2008 kl. 01:48

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Æ æ litla skinnið, ég man hvað ég var montin að fá gleraugu þegar ég var 9 ára, þeim var fljótlega hent ofan í skúffu og ekki sett upp fyrr en ökukennarinn minn krafðist þess. Svo fór maður náttúrulega í leiser.

Kristborg Ingibergsdóttir, 13.6.2008 kl. 08:06

4 Smámynd: Brussan

æææ...skil hana vel..... mig langaði að vera með gleraugu og fór í mælingu fyrir 2 árum og var mæld með 100% sjón og var reyndar mjög svekt...langaði svo í hipp og cool look ..

Brussan, 13.6.2008 kl. 09:43

5 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

þegar ég var að vinna á augnlæknastofunni kvartaði ég amk einu sinni í viku við augnlækninn yfir versnandi sjón ... fékk alltaf sama svarið, Elín þú getur bara keypt þér gleraugu með rúðugleri fyrst þú þarft endilega að fá gleraugu ...

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 13.6.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband