Vanlíðan

Nú er ég búin að vera slöpp í marga daga og svona líkamleg vanlíðan tekur alveg ótrúlegan toll á andlegu líðanina. Undanfarið er ég t.d. búin að hugsa um hvað KFC gæti mögulega bætt líðanina eða bakaríismatur og í huganum kenni ég fráhaldinu um það hvað mér líður illa.

Í huganum veit ég líka að þetta er kjaftæði, þetta er þráhyggja og ég er búin að leyfa henni að grassera. Orðaði þetta loksins við sponsorinn í morgun og bara við það að segja þetta upphátt losnaði um eitthvað og ég hætti að trúa á þessa blekkingu að kolvetni geti læknaði mig af líkamlegri vanlíðan sem hefur ekkert með kolvetni að gera. Þráhyggjan fíkilsins getur verið allri vitneskju yfirsterkari og ef hún nær tökunum á manni þá hverfa allar slæmu minningarnar sem maður á af fyrri átköstum og ofáti. Er ég búin að gleyma svitaköstum, samviskubiti, ógleði, að vakna eins og "skítugur" eftir átkvöld, að óska þess að geta ælt eftir margra klukkutíma átkast, feluleiknum, skömminni og ógeðinu sem maður hafði á sjálfum sér. Vitsmunalega veit ég af þessu, tilfinningalega hugsa ég "var þetta svona slæmt" og "kannski get ég NÚNA...". Þráhyggjan getur komið mér á þann stað að allt sem ég veit um matarfíkn og lausnina og allt sem ég veit um vanlíðanina sem ofátið olli mér verður sem undarlegt bergmál í hausnum á mér, eitthvað kjaftæði sem er ekki satt, er að minnsta kosti ekki satt lengur.

Ég er þakklát fyrir daginn í dag í fráhaldi og fyrir að eiga sponsor og sponsíur sem halda mér við efnið. Ég þarf samt að hafa betra samband við æðri mátt, svolítið fáránlegt að eiga samband sem er mikilvægasta sambandið í lífi manns og vanrækja það svo! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Vonandi ferð þú að lagast elskan. Maður verður eitthvað svo vanmáttugur þegar maður er lengi lasin. Þú ert í bænunum mínum elskan. Takk fyrir að vera í fráhaldi, og gangi þér best. Knús og karm

Kristborg Ingibergsdóttir, 18.6.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Helga Dóra

Sendi þér strauma.....Vona að þú farir að hressast.... Takk fyrir að minna mig á. Ég á doldið bágt þegar ég er að læra og finnst ég eiga svo margt úr bakaríinu skilið.....

En ég bakaði mér bara kímkex og geri í í kvöld og þá bara reddastidda..... 

Helga Dóra, 18.6.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

og samband við buddu sín er mikilvægt líka

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 18.6.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Helga Dóra

Híhí,,, Budda,,, datt bara í hug, vinkonan og að maður verði að strjúka hana vel og vandlega, eiga gott samband við hana

Helga Dóra, 18.6.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband