Leti í fleti

Nenni ekki að blogga með lappann á lærunum, uppi í rúmi, klukkan hálf tólf á sunnudegi og ég er ennþá í náttfötunum. Vil bara ekki hafa vanlíðunarfærsluna efsta lengur því vanlíðanin er að fara og ég að skána. Þakka það nuddi frá múttu og hnykkingu frá kírópraktornum. Er að velta því fyrir mér hvort ég og mitt lata rassgat eigum að drulla okkur á lappir og fara út í Viðey á Viðeyjarhátíð. Ég veit hvað mig langar að gera en það er eigingjarnt af mér að neita barninu mínu um þessa upplifun, líka vegna þess að ég veit að þarna verða krakkar sem hún þekkir og hún á örugglega eftir að skemmta sér vel. Og ef ekki þá getum við bara tekið næsta bát heim. Mesta letin felst eflaust í því að ég nenni ekki að búa til nesti og taka með mér. Skortir svo sannarlega kraft, það er á hreinu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Hvaða hvaða, vona að þú hafir skellt þér út í Viðey með prinsessunni og átt yndislegan dag, knús og karm.

Kristborg Ingibergsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband