2 ár á sykurs, hveitis og áfengis

Í dag eru liðin tvö ár síðan ég lagði frá mér deyfilyfin mín. Þetta er bæði það auðveldasta og erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu. Það er ekki auðvelt að leggja margra ára gamlar og vandlega þróaðar hugmyndir um lífið og tilveruna á hilluna og fá eitthvað alveg nýtt í staðinn sem stundum hlýðir engum rökum, það bara er. Jafnframt var þetta auðvelt því þetta var svo mikill léttir, að þurfa ekki stanslaust að halda grímunni gagnvart öllum og um leið að halda öllum þessum boltum á lofti og þykjast vera með öll svörin. Að viðurkenna fíknina á sínum tíma var svona gott-vont en í dag er það bara gott. 

Ég hélt alltaf að eina vandamálið væri að ég borðaði of mikið - og í raun var þetta vandamál skapað af samfélaginu sem sagði að allir ættu að vera grannir, svo það var í rauninni samfélaginu (aka öllum öðrum en mér) að kenna hvernig fyrir mér var komið og að mér skyldi líða illa að vera svona feit. Þetta var aldeilis ekki vandamálið! Vandamálið var að ég er fíkill og það er alvega sama hvað gengur á, ég leita í mat eða áfengi í staðinn fyrir að takast á við vandamálin mín. 

Ég væri ekki á þessum tímamótum nema fyrir tilstilli æðri máttar sem ég komst í kynni við í gegnum sporavinnu sem ég hefði ekki farið í nema fyrir sponsor sem ég hefði aldrei kynnst ef ég hefði ekki farið í fráhald sem ég hefði aldrei uppgötvað nema fyrir engilinn minn sem fór á undan mér. Kraftaverkin í lífi mínu eru ótrúleg og allt vegna þess að guð var að vinna í gegnum fólk til að bænheyra mig og færa mér lausnina.  

2 ár án þessara efna þýða að ég hef þurft að takast á við það sem kemur upp í stað þess að deyfa mig frá því.

2 ár án efnanna þýðir 2 ár sem ég hef fengið að þroskast í stað þess að standa í stað og kenna bara öðrum um allt.

2 ár án efnanna þýðir 2 ár sem ég hef verið þátttakandi í lífinu.

2 ár án efnanna eru algjört kraftaverk því miðað við allt annað sem ég hef reynt hefði ég bara átt að ná 2 dögum í mesta lagi. Munurinn var sá að viljastyrkur kom þessu ekkert við í þetta skiptið heldur varð ég að sleppa tökunum á því sem ég hélt að ég vissi og leyfa einhverju öðru að stjórna mér. Þá gekk þetta upp og mun halda áfram að ganga upp svo lengi sem ég tek ábyrgð á og viðheld batanum og gef áfram það sem mér hefur hlotnast. Þannig held ég líka áfram að þroskast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þú ert hetja

Ómar Ingi, 25.7.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Til hamingju með áfangann :)

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 25.7.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Helga Dóra

Til hamingju með daginn og lífið...

Helga Dóra, 25.7.2008 kl. 12:28

4 Smámynd: Ella Guðný

Yndislegt að heyra :) innilega til hamingju..

Ella Guðný, 25.7.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Til hamingju yndislega dúlla :o) Þú ert bara flottust.

Kristborg Ingibergsdóttir, 25.7.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband