Borða fyrir tvo

Já - það er farþegi um borð í jarðarbúningnum mínum. Ég er í mannrækt.

Það er svolítið skrítið held ég fyrir ofætu að borða fyrir tvo. Venjuleg viðbrögð væru (og voru síðast) "jess, nú má ég vera feit í friði og ég þarf að borða mikið, enginn getur sagt neitt" - og mikið borðaði ég. Ég borðaði fyrir tvo, en það var fyrir tvo fullorðna karlmenn sem stunduðu líkamsrækt og unnu líkamlega erfiða vinnu - ekki konu í yfirþyngd og ófætt ungabarn.

Í dag er að borða fyrir tvo bara skynsamlegt mataræði, vigtað eftir mínum grunnþörfum plús öllu sem bætist við þegar maður er með farþega, sem er alls konar, en ekki samt á við það að maður sé með fullvaxinn karlmann inni í sér - ég þarf ekki amk. að borða fyrir hann þegar þannig stendur á ;)  Að borða fyrir tvo þýðir bara að ég sé að gera ráð fyrir því að ég þarf aðeins meiri orku akkúrat núna og uppfylla þá þörf - en ekki meira en það. Ég kvíði næstum því fyrir því að þetta verði búið og að ég þurfi aftur að fara að borða fyrir einn. En ég er bara á viku 16 enn sem komið er, þetta er ekkert alveg að verða búið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Congrats

Ómar Ingi, 30.7.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Helga Dóra

Til hamingju með farþegann..... Spáðu í það að næringarfræðin segir að maður þurfi bara að bæta 300 kalorlíum við daginn sinn til að vera með nóg fyrir barnið...... Það er ekki einu sinni eitt snickers.... Það nær að vera 500 kaloríur.... Þetta er ótrúlegt.... Það ætti að kenna þetta í mæðraskoðununum..... Kannski er það gert og litla ofætan ég bara "heyrði" það ekki........

Helga Dóra, 30.7.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

til hamingju með farþegann ;)

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 30.7.2008 kl. 14:44

4 Smámynd: Hafrún Kr.

innilega til hamingju með bumbubúann ég er einmitt hálfnuð :)

Hafrún Kr., 30.7.2008 kl. 18:09

5 Smámynd: Sykurmolinn

Innilega til hamingju

Sykurmolinn, 30.7.2008 kl. 18:10

6 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Til hamingju elsku dúllan mín. Þú ert svo sæt með litlu kúluna þína. Þú geislar :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 30.7.2008 kl. 19:02

7 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

fatta núna mannrækt ... ljóska

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 30.7.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband