Hvenær á maður skilið...

að fá lottóvinning?

Það eru svo margir að tala um það að lottóvinningshafarnir hafi átt þetta skilið eða að peningarnir hafi farið á góðan stað - hver er ég að dæma um það? Ég kaupi stundum lottó en hef aldrei spáð í það almennilega hvort ég eigi það skilið að vinna stóra vinninginn, ég held ég myndi ekki kaupa miða ef ég héldi að ég ætti það ekki. Ef ég hefði unnið 65 milljónir hefði þá fólk út í bæ kannski farið að dæma um það hvort ég ætti það skilið eða hvort peningarnir væru að fara á góðan stað. Og ef ég hefði samþykkt að fara í viðtal - "par með eitt barn og annað á leiðinni vann stóra vinninginn. Hún vinnur sem blaðamaður og prófarkalesari en hann er í námi svo það má segja að vinningurinn hafi komið sér vel" - hefði þá fólk skoðað innbúið vandlega til að athuga hvort það væri rétt eða hvort ég væri örugglega nógu illa sett til að hægt væri að samgleðjast mér? Getum við bara samglaðst fólki sem hefur það verra en við til að byrja með?

og hvenær kemur lottóvinningur sér illa? "já - nei þetta kom sér afar illa, við vorum búin að skipuleggja okkur með mánaðarlaunin mín í huga plús lín lánin og svo vorum við búin að reikna þetta allt með fæðingarorlofinu og þessir peningar bara rugla öllu sísteminu hjá okkur". Ég held að jafnvel ríkasti maður Íslands myndi ekki segja að lottó vinningur kæmi sér illa.


mbl.is Milljónamæringar í Fellunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

þau eiga það örugglega jafn skilið og allir sem spila ... fólk segir þetta bara því það þorir enginn að segja upphátt að þeim finnist nú að "íslendingar" hefðu átt að fá pottinn ... en svona seðlar gætu auðvitað ekki farið á betri stað, ungt fólk með lítil börn og stórar fjölskyldur sem það er skuldbundið skv.hefðum að sjá fyrir ... bara töff ... já einmitt, það er náttúrulega alveg skelfilegt að fá svona vinning þegar maður er búinn að treysta á að lín verði eina innkoman ... búhú

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Helga Dóra

Ég er búin að heyra allavegana tvo segja "helvítis útlendingar, stela meira að segja lottóinu okkar" Ég hefði gert það fyrir 8 dögum,,,,, en núna er ég að koma mér á óvart með því að samgleðjast.......

Langar samt alveg líka í svona vinning og hann myndi koma sér prýðilega....  En vill ekki taka þeirra samt....

Helga Dóra, 20.8.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Sykurmolinn

Ég samgleðst þessu fólki innilega, hvítt - gult - svart - fjólublátt - grænt, millar eða öreigar.  I don´t care.  Þrátt fyrir marga bresti finn ég ekki til öfundar yfir Lottó vinningi.

Sykurmolinn, 20.8.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Marilyn

Ég vona að fólk sé ekki að misskilja færsluna  mína, það er ekki til biturð hérna og ég er alveg til í að samgleðjast hverjum sem er sem vinnur í lottóinu - íslendingur, tælendingur, bandaríkjamaður, ríkur eða fátækur - hverjum sem er. Það sem ég var að spá í er þessi umræða á bloggunum um vinningshafana - staðinn sem peningarnir eru að lenda á.

Hvernig væri umræðan ef vel stæður og barnlaus maður, sem ætti bæði stóra íbúð og bíl og ríka foreldra,  hefði unnið vinninginn? "iss hann hefur ekkert með þessa peninga að gera" eða "ég vona að hann gefi til góðgerðarmála"? eða væri einhver að spá í því hvort hann samgleddist manninum yfir höfuð? 

Höfum við einhvern rétt til að dæma það hverjir eiga það verðskuldað að fá peninga og hverjir ekki? Hvaða staðir eru góðir og hvaða staðir eru slæmir fyrir peninga til að lenda á? Þegar ég les yfir bloggfyrirsagnir við þessa frétt stendur eitthvað í þessa átt: "lentu á góðum stað" eða "fáir áttu jafn mikið skilið" eða "eins gott að það var ekki björgólfur"... ss. fólk að leggja dóm sinn á eitthvað sem gerðist fyrir nánast algjöra tilviljun og stendur í raun fyrir utan allt sem við höfum getu eða vit á að leggja dóm á.  Það er bara það sem ég er að velta upp hérna.

Marilyn, 20.8.2008 kl. 12:14

5 Smámynd: Sykurmolinn

Ég las enga biturð úr færslunni þinni og skildi alveg pælinguna hjá þér   Sumir eiga náttúrulega svo auðvelt með að setjast í dómarasætið og ákveða hvernig hlutirnir ættu að vera eða ættu ekki að vera (sbr. bloggfyrirsagnirnar) en ég er of upptekin af sjálfri mér til að nenna að pæla í því

Sykurmolinn, 21.8.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband