Inni í mér...

dansar brjálæðingur. Ég hef ekki fengið stundlegan frið fyrir spörkum í dag. Man ekki eftir að hafa fundið fyrir svona miklum tilfæringum inni í mér þegar ég gekk með dótturina, þá var fylgjudruslan framan á og dempaði allt. Núna er greinilega eitthvað annað uppi á teningnum því ég finn hverja einustu smáhreyfingu og snúninga og fékk eitt bylmingshögg í magann í dag líka. Það er stanslaust brölt í gangi og greinilega hress snáði að hafa það gott þarna.

Af mér er það annars að frétta að ég átti latann dag en fékk hingað sponsíu og við lásum saman í bókinni okkar góðu. Ég las reyndar svo mikið að ég fékk í hálsinn og er ekki enn búin að ná mér - sem er undarlegt í ljósi þess að ég tala almennt mjög mikið, svo ég held að ég sé barasta að verða lasin. Já og ég ánetjaðist bubbles á leikjanetinu - gjörsamlega ávanabindandi andskoti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Sigur Rós vifta inni þér

Ómar Ingi, 25.8.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Hafrún Kr.

hahaha ég er með fylgjuna framan á núna en seinast með dótturina þá var hún bara venjuleg og þá var mikið minna í gangi en núna.

Semsagt fylgjan framan á núna og ég held oft að strákurinn sé að reyna að komast út og ég þakka fyrir að fylgjan er fyrir framan annars væri þetta örugglega mikið meira.

Hafrún Kr., 25.8.2008 kl. 02:42

3 Smámynd: Helga Dóra

Er snáði hjá þér líka? Þá hlýtur Ellan að koma með stúlkukind.... Man hvað mér fannst spörkun notaleg... Þangað til að það var eins og krakkinn myndi koma út, það gekk svo mikið á... 

Gangi þér vel með nýja sponsíu, vonandi talar hún ekki eins mikið og sumir

Helga Dóra, 25.8.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

O ég man hvað mér fannst notalegt að finna hreyfingarnar.

Knús til ykkar.

Kristborg Ingibergsdóttir, 25.8.2008 kl. 18:16

5 Smámynd: Sykurmolinn

Gauralingarnir mínir voru miklir stuðboltar í móðurkviði, ég beið stundum eftir því að annar brytist út eða jafnvel bara báðir.  Takk fyrir fundinn í kvöld, frábært að hlusta á þig.  Takk fyrir að vigta og mæla

Sykurmolinn, 25.8.2008 kl. 22:40

6 Smámynd: Marilyn

Nei HD við vitum ekki kynið - en við tölum alltaf um hann eða lillann í KK, bara svona gut-fealing ;)

Já mér finnst þetta voða notalegt líka, dóttirin hlýtur bara að hafa verið í sykurmóki og þess vegna hreyft sig svona lítið! 

Marilyn, 26.8.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband