Gabb eða ekki gabb?

Það má nú deila um það. Hefur ekki komið í ljós í mörgum rannsóknum að sykur er ávanabindandi, að börnin okkar fara í vímu (verða hyper eða falla í mók) af sælgætisáti og leita í þessa vafasömu sælu aftur og aftur.

Réttast væri að fólk væri oftar varað við því að óhófleg sykurneysla er skaðleg, ekki bara börnum heldur öllum. Sælgæti ætti að fara með eins og tóbak, forða börnum frá því að sjá það eða þurfa að handleika það að óþörfu, bannað að auglýsa það, 18 ára aldurstakmark á nammi"barinn" osfrv.

Sykur er fíkniefni sem var að sliga mig og hefði eflaust á endanum hrakið mig út í fullkominn andlegan dauða. Eftir að ég hætti að neyta hans get ég hugsað skýrt, er ekki hyper eða í móki alla daga, er ekki illt í líkamanum og líður ekki stanslaust illa í sálinni. En ég þurfti hjálp því ég gat svo sannarlega ekki losað mig ein við fíknina, til þess þurfti svo miklu meira en mig sjálfa.


mbl.is Foreldrar varaðir við nýju fíkniefni - Gabb sem gengur á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Sykur er meira ávanabindandi en td Heróín

Sporðdrekinn, 23.10.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband