Ónákvæm fyrirsögn

Þetta er nú meira ruglið - það var hægt að byrja að baka fyrir löngu síðan þegar Kökublað Gestgjafans kom út. Í Kökublaðinu eru miklu fleiri uppskriftir en í Jólablaði Moggans, flottari myndir og umfram allt er kökublaðið bara miklu eigulegra og endingarbetra. Þetta skutlaðist inn um lúguna hjá mér núna í kvöld (ég á greinilega ofvirkan blaðbera) og ég verð að segja að mér fannst blaðið miklu flottara í fyrra og ég nennti að fletta því miklu lengur. Jólablað Morgunblaðsins 2008 var afgreitt í einni klósettferð. 

og jájá ég veit að ég er ekkert hlutlaus í þessari umræðu en samt... Kökublað Gestgjafans er geggjað og það fer hver að verða síðastu að ná sér í eintak því það er að klárast úr öllum búðum. Og jólablaðið sem fór í prentun í dag er algjör bomba - B-O-B-A!

gest0815b


mbl.is Nú er hægt að byrja að baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sykurmolinn

Ég er með fettish hvað svona jólablöð varðar og safna öllum svona blöðum.  En hef ekki treyst mér í Kökublað Gestgjafans, jú önderstenda   Gat reyndar kíkt í það með öðru auganu í saumó um daginn þar sem sessunautur minn var að fletta því og þetta leit allt rosalega vel út :)

Sykurmolinn, 28.11.2008 kl. 08:23

2 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér Marilyn. Mér finnst blaðið í ár svakalega innihaldslaust og ekki margar uppskriftir.....

Ég fletti þessu blaði á einni mínútu og fann ekkert svaka spennó!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

fyrir mig að skoða kökublað gestgjafans er eins og að skoða klámblað til að sjá skóna sem konurnar eru í ... algjörlega tilgangslaust, en ég er sammála um að dagblöðin leggja minna en lítið í sín aukablöð núorðið

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 28.11.2008 kl. 16:27

4 Smámynd: Marilyn

hehe fyrir mig er að skoða kökublað Gestgjafans eins og að mæta í vinnuna ;)

Marilyn, 29.11.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband