Óteljandi gömul

Ég græddi heilt ár í gær. Ég er búin að halda því fram í nokkurn tíma að ég sé 28 ára og sagði svo við vinkonur mínar í gær "erum við að ræða það að ég sé að verða 29 ára á næsta ári". Þær hugsuðu málið svolitla stund en spurðu svo "bíddu ertu ekki fædd 81? ... þá verðuru 28 ára á næsta ári."

og þannig fór ég að því að græða heilt ár á einum degi. Segið svo að það sé kreppa í þjóðfélaginu, er ekki tími=peningar ;) Ég get því farið áhyggjulaus í langt barneignaleyfi vitandi það að ég verð ekki næstum orðin þrítug þegar ég sný aftur á vinnumarkaðinn. Og ég hef auka ár til að plana brjálaðan fögnuð á 29 ára afmælinu mínu. Því verður fagnað með stæl því eins og allir vita þá er 29 árið sem konur hætta að eldast og verða 29 for ever. 

Það er annars af mér og famelíunni að frétta að við munum fá þurrkara inn á heimilið á mánudaginn. Snemmbúin jólagjöf frá foreldrum og tengdaforeldrum og á að giska bráðnauðsynlegur gripur fyrir 4 manna fjölskyldu sem ekki hefur mikið pláss eða almennilegar snúrur. Höfum komist upp með ýmislegt í þvottamálum fram að þessu en nú er tími afsakananna liðinn. Svona eins og þegar ég eignaðist loksins uppþvottavélina mína. Draumatæki lífs míns og ég hugsa enn til elsku vina minna sem hjálpuðu mér að láta þennan draum rætast þegar ég raða í hana (ég breytti ss. 25 ára afmælinu mínu í fjáröflun fyrir þessari elsku).

Og afþví að við erum að tala um afmæli þá eru yfirgnæfandi líkur á því að ég verði a) algjörlega á steypinum á næsta afmælisdaginn minn, b) á sjúkrahúsi eða c) með nýfætt barn í fanginu þá held ég að mér sé óhætt að fullyrða að það verði ekki haldið upp það þetta ár. Og nú er það allt í lagi því ég er bara 28 ára en ekki 29 eins og ég er búin að halda svo lengi. 

old-lady-smoking-cigar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

haha það vantar eitt "að verða" þarna inn í. En ég ætla ekki að bæta því við því þetta tónar svo vel við aldursmisskilninginn sem er í gangi í hausnum á mér.

Marilyn, 8.12.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Skattborgari

Þú ert bara að nálgast elliheimilið hægt og rólega.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 8.12.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Marilyn

Segðu skatti... líkbíllin bara krúsar hérna í kringum heimilið!

Marilyn, 8.12.2008 kl. 09:43

4 Smámynd: Skattborgari

Ég held að þú ættir þá að fara að velja þér líkistu og legstað svo fjölskyldan þín þurfi ekki að gera það.

Ég vona að þú eigir allavega góð 30-40ár í viðbót gamla þú ert of ung til að fara núna.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 8.12.2008 kl. 10:25

5 Smámynd: Marilyn

Nei ég ætla að láta þetta pakk sjá alfarið um að hola mér niður ;) hehehe

Já ég vona líka að ég þurfi ekki að fá mér far með líkbílnum alveg strax. 

Marilyn, 8.12.2008 kl. 11:38

6 Smámynd: Skattborgari

Skil þig vel. Ég ætla að láta hafa mikið fyrir mér þegar ég drepst og verða með leiðbeiningar sem verður mjög erfitt að uppfylla.

Við skulum vona það.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 8.12.2008 kl. 19:29

7 Smámynd: Skattborgari

Marilyn ég mæli með að þú hafi leiðbeningar sem er vonlaust að fara eftir eins og þú viljir vera í ómerktri gröf þar sem er vonlaust að komast að.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 12.12.2008 kl. 00:33

8 Smámynd: Marilyn

Ég var að hugsa um að biðja um glerlíkkistu með innbyggðu gerfihnattasjónvarpi, síma, vasaljósi, klædda með silki og ofin gullþráðum. Kistan væri náttúrulega í einhverri fáránlegri stærð og svo myndi ég biðja um að ég fengi að sitja inni í þessu gler"hýsi" og yrði holað þannig niður (lappirnar fyrst) á meðan lúðrasveit alþýðunnar léki "highway to hell" og þúsund kínversk börn slepptu hvítum dúfum upp í loftið.

Marilyn, 12.12.2008 kl. 14:49

9 Smámynd: Skattborgari

hahahaha það verður mjög erfitt fyrir fjölskyldu þína að fara eftir þínum óskum sem er bara gott mál.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 12.12.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • anda
  • boom
  • ...img_1880
  • ...1810_767256
  • Jólakúla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband