Ósvífni eða heimska?

 

- Einkaleifastofa góðan dag. 

- Já hæ - ég ætla að sækja um einkaleyfi á rittákninu Ó.

- Ekkert mál. Gjössovel. Þetta er einmitt mikið í tísku í dag.

 

----

Næsta símtal

----

- Og Vodafone góðan dag.

- Já hæ - þið skuldið mér fullt af peningum. Ég á nefnilega einkarétt á rittákninu Ó og þið notið O í logoinu ykkar sem verður að viðurkennast að er ansi líkt Ó og þess vegna um kláran þjófnað að ræða. 

----

Næsta símtal

----

- Skrifstofa Forseta Íslands

- Já hæ - ég er að hringja til að rukka ykkur fyrir notkun á rittákninu Ó. Ég á nefnilega einkaleyfi á því og mér skilst að þið séuð að nota það í nafnið á Forsetanum. Ég vil því rukka fyrir t.d. alla þessa ólöglegu notkun á bréfsefnum og opinberum skjölum osfrv og svo vil ég að þið sækið um sérstakt leyfi til þess að nota táknið í framtíðinni. Og það þýðir ekkert að nota O í staðinn, það er svo líkt að einkaleyfið mitt nær líka yfir það. 

----

Enn eitt símtal afþví að hin tvö gengu svo vel

---

- Einkaleyfastofa góðan dag

- Já hæ - ég er með einkaleyfi á rittákninu Ó og mér datt í hug að bæta fleiru við. Ég vil t.d. fá einkaleyfi á þremur upphrópunarmerkjum í röð (!!!) orðinu "sko" og orða samsetningunni "punktur is".

----

Hvernig er hægt að fá einkaleyfi á einhverju jafn kjánalegu og samröðun tákna? Ég get skilið að enginn mætti nefna fyrirtækið sitt þessu ef hann frátekur þetta með einhverjum löglegum hætti en að ætla að rukka fyrir notkun táknarununnar er fráleitt. Svona svipað og ef SS ætlaði að banna eða rukka fyrir allar auglýsingar þar sem tvö ess kæmu fyrir. 

Hvernig er líka hægt að taka eitthvað sem einhverjir tölvunördar "fundu upp" fyrir 30 árum síðan og fá einkaleyfi á því. En kannski er allt hægt í Rússlandi ef maður á monní? 

 


mbl.is Segist eiga réttinn á ;-)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ó

Ómar Ingi, 12.12.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

:o)

Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 19:13

3 Smámynd: Marilyn

Ó strákar - nú skuldið þið big time ;)

Marilyn, 12.12.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband