Óþolinmæði

Ég er ekki einu sinni komin alveg á tíma (38. vika hefst á morgun) en ég er farin að bíða eins og kona sem komin er framyfir.

Settur dagur fyrir barnalendingu er 18. janúar en hér ligg ég upp í rúmi með verki sem ég veit ekki hvað ég á að kalla (forverkir eða kúkastingir) og bíð eftir að vatnið fari að leka... það er samt ekkert að fara að gerast. Svo er ég að fríka út yfir því að allt sé að fara að breytast. Þrái að klára en er skíthrædd við það sem tekur við, lífið að fara að taka gríðarlegum breytingum sem ég veit ekkert hvernig verða eða hvaða áhrif hafa á mig.

Hræddi kallinn í gær þegar ég leit í skipulagsdagbókina mína (vantar nýja by the way) og æpti og emjaði um leið. Kallinn hélt við hefðum misst af einhverjum mikilvægum fundi eða mæðraskoðun en raunin var sú að ég var að átta mig á að dagsetningarnar eru farnar að nálgast ískyggilega. Trúi ekki að þetta sé að fara að gerast bara á næstu 2 vikum.

Og talandi um að vera í ójafnvægi, horfði á kvöldfréttirnar á nýársdag og kippti mér lítið upp við hörmulegar fréttir frá Gaza og annað óréttlæti heimsins. Tárin fóru hins vegar að streyma þegar ég fékk að líta augum fyrsta barn ársins. Það voru gleði- og kannski pínu öfundartár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Gangi þér vel darling og árið og allt

Ómar Ingi, 3.1.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

kauptu þér kút af laxerolíu, drekktana, þá færðu alvöru kúkasting og kannski fylgir krakkinn með ... ég hræðist daginn sem þú fæðir ... því þá veit ég að það er svo obbosslega stutt þangað til ég fæði :/

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 3.1.2009 kl. 17:56

3 Smámynd: Marilyn

Laxerolía já - viktast það sem fita ;)

Annars prófaði ég það síðast þegar ég var komin framyfir, það jók samdrætti en gerði nú lítið annað - jú fyrir utan sæmilega hreinsun á þörmum

Marilyn, 3.1.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Gleðilegt nýtt ár elskan og takk fyrir það sem er að líða. Gangi þér vel vina

Kristborg Ingibergsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:09

5 Smámynd: Hafrún Kr.

vá hvað ég skil þig.

En í guðanna bænum ekki fara að laxera og hlaupa upp stiga og einhvað rugl.

Tek það fram að ég prófaði örugglega allt nema að laxera og svo þegar ég gafst upp og slakaði bara á þá ákvað hann að koma í heiminn hehe.

frekar slaka á og njóta þess að barnið sé ekki komið því ÉG veit að þá verður enginn friður til að slaka á eða eiga mí tíma.

En gangi þér rosalega vel.

Hafrún Kr., 4.1.2009 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband