Í öllum bardögum...

verður að hafa hlé. Vona að hún gefi þennan slag og mæti ekki aftur í næstu lotu nema hún hafi í hyggju að berja frá sér.

Líklegt þykir að Brown muni ekki ríða feitum hesti frá þessu máli. Hvort sem þau byrja saman eða ekki þá er hann hér með "wifebeater" og hvað sem tónlist hans líður þá hefur ímynd hans beðið slíka hnekki að stórfyrirtæki munu ekki ráða hann í auglýsingaherferðir (búið er að taka "got milk" plagatið með honum úr umferð) eða nota tónlist eftir hann í auglýsingar sínar, fyrir utan allan þann fjölda sem mun forðast að kaupa tónlist eftir hann. 

Merkilegra er samt að fyrirtækin sem Rihanna er "andlit" fyrir eru að spá í að segja upp eða sleppa því að endurnýja auglýsingasamninga við hana ef hún heldur áfram að vera í sambandi við Brown. Sem þýðir, hreint út sagt, að kona sem er barin og fer aftur til mannsins sem beitir hana ofbeldi er verðlaus. Orðspor hennar veltur sem sagt á því hvort hún heldur áfram að vera með Brown eða ekki.  

 


mbl.is Rihanna og Chris taka hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Sammála henni Opruh en hún sagði einfaldlega hann mun berja þig aftur og það er á tæru að frændi hans Bobby Brown lamdi Whitney Huston reglulega í buff þegar það samband stóð yfir.

Þannig að best væri nú held ég að forðast þetta kvikindi þrátt fyrir að hann geti dansað og sungið drengstaulinn sá arna

Ómar Ingi, 18.3.2009 kl. 19:08

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Margt skrítið í kýrhausnum

Kristborg Ingibergsdóttir, 19.3.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband