Ég elska ...

hádegismatinn minn. Þá fæ ég mér beikonsalat með sætum gulrótum, majó og smátt söxuðum jalapeno. Svo fæ ég mér mjólkurkrap í eftirmat og hef kanilepli með.

Þetta er algjörlega uppáhaldsmáltíðin mín yfir daginn. Lifi fyrir hana og er búin að fullkomna hana út í eitt fyrir mig.

Er svo þakklát fyrir að geta borðað svona mat á hverjum degi, án þess að þjást af samviskubiti eða sjálfsfyrirlitningu og fitukomplexum. Það hefði ekki verið mögulegt fyrir 2 1/2 ári síðan jafnvel þótt máltíðin hefði verið nákvæmlega sú sama, hugsunin hefði verið "hvað með fituna í beikoninu, hvað með olíuna á gulrótunum, hvað með majónesið, hvað með aspartamið, ó nei þetta grænmeti er ekki lífrænt!????"

Í dag hef ég ramma þegar kemur að matnum og svarið er bara "HVAÐ MEÐ ÞAÐ!" - ég má borða góðan mat aftur og aftur og aftur og ég má njóta þess. Fyrir það er ég þakklát.

 ---

 

Allir sem vettlingi geta valdið og langar að hjálpa mér að eignast nýja fartölvu geta farið inn á www.kupon.is  > hönnunarkeppni  > síða 34 og kosið myndina mína "öndin í lampanum". andaÍ keppninni gildir að fá sem flesta til að kjósa sig (alveg eins og í pólitíkinni) svo notið allar tölvur sem þið komist í. *hvolpaaugu*

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

namm

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 2.4.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Nammi namm, segjum tvær ég er alltaf að borða uppáhaldsmatinn minn. Og enginn mórall  Fer núna og kýs myndina þína.

Kristborg Ingibergsdóttir, 2.4.2009 kl. 13:39

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ég þarf að fara ramma inn matinn minn líka

Ómar Ingi, 2.4.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband