Dagbók barnsins

Ef börn gætu skrifað sína eigin dagbók myndi færsla dagsins hjá mínum hljóma eitthvað á þessa leið:

"Kæra dagbók

Uppgötvaði í morgun að ég er með tær. Starði á þær í forundran í svolitla stund og mamma reyndi að hjálpa mér að ná þeim en þær hurfu samt alltaf aftur. Reyndi svo eftir fremsta megni að halda mér vakandi til að missa örugglega ekki af neinu og náði þess vegna góðu spjalli við ömmu seinni partinn, hún er mjög fyndin. Mamma gaf mér brjóst."

 

Litla syss (3 ára) átti svo gullmola dagsins. Hún var bleiku í PUMA pilsi sem ég var að hrósa henni fyrir og hún svaraði stolt að þetta væri "köttapils".

 

puma

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 19.4.2009 kl. 02:27

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Bara snilld "köttapils"   Vissi ekki að þú ættir svona litla systir.

Kristborg Ingibergsdóttir, 19.4.2009 kl. 22:14

3 Smámynd: Marilyn

Jú það eru víst 25 ár á milli okkar alsystranna. Gömlu farin að kalka of mikið til að muna eftir getnaðarvörnunum hehehe ;)

Marilyn, 20.4.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband