Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Í öllum bardögum...

verður að hafa hlé. Vona að hún gefi þennan slag og mæti ekki aftur í næstu lotu nema hún hafi í hyggju að berja frá sér.

Líklegt þykir að Brown muni ekki ríða feitum hesti frá þessu máli. Hvort sem þau byrja saman eða ekki þá er hann hér með "wifebeater" og hvað sem tónlist hans líður þá hefur ímynd hans beðið slíka hnekki að stórfyrirtæki munu ekki ráða hann í auglýsingaherferðir (búið er að taka "got milk" plagatið með honum úr umferð) eða nota tónlist eftir hann í auglýsingar sínar, fyrir utan allan þann fjölda sem mun forðast að kaupa tónlist eftir hann. 

Merkilegra er samt að fyrirtækin sem Rihanna er "andlit" fyrir eru að spá í að segja upp eða sleppa því að endurnýja auglýsingasamninga við hana ef hún heldur áfram að vera í sambandi við Brown. Sem þýðir, hreint út sagt, að kona sem er barin og fer aftur til mannsins sem beitir hana ofbeldi er verðlaus. Orðspor hennar veltur sem sagt á því hvort hún heldur áfram að vera með Brown eða ekki.  

 


mbl.is Rihanna og Chris taka hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nammiormar

Ég á bágt með að trúa því að manneskja sem velur sér sjálf úr nammibar sjái ekki orma um leið og hún setur í pokann. En jafn ógeðslegt og það nú hljómar þá gæti maður nú samt trúað því að ýmis óáran leyndist í nammibörum landsins, og ekki bara í Hagkaupsverslunum. Þetta á sérstaklega við um neðstu hillurnar sem smábörnin ná til. Stundum þurfa þau að smakka og ef þau fíla það ekki þá skila þau því sjálfsagt bara til baka. Kannski ætla þau að vera voða góð og hjálpa til og tína sælgæti upp úr gólfinu og setja í dallana aftur. Sum voru að bora í nefið (eða kannski rassinn) áður en þau fengu sér að smakka. Og þetta á auðvitað ekkert bara við um smábörn, fullorðnir geta verið alveg jafn subbulegir, jafnvel enn subbulegri.

Þetta er auðvitað heimskan á bak við þessa bari. Sauðsvartur almúginn fær að valsa um þá eins og þeim sýnist, smakka, snerta og stunda sína subbuhætti í kringum óvarið sælgætið. Krakkar sem haus geta haldið ná upp í a.m.k. neðstu dallana og geta setið slefandi yfir þeim á meðan foreldrarnir sjá um að moka í pokana í leiðslu sem varla er hægt að kalla annað en "feeding frenzy". Þannig dreyfast bakteríur, vírusar og alls kyns drulla á allar hæðar nammibarsins, bakteríur hafa nú alltaf verið hrifnar af sykri ekki satt? Fólkið fer heim úr búðinni og skolar vínberin sem það keypti í grænmetisdeildinni afþví að "það gæti verið skítugt" en hámar svo í sig skítinn úr nammibarnum með bestu lyst.

 


mbl.is Engin kvörtun um maðka í nammibar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Catch 22

Ég er á móti getnaðarvörnum og kynlífi fyrir giftingu.

Ég er líka á móti fóstureyðingum.

Táningsdóttir mín eignaðist barn utan hjónabands og er meira að segja hætt með pabbanum.

Hún segir að skírlífi fyrir hjónaband sé ekki alveg raunhæft.

Ég er eiginlega sammála henni.

Ég ætla að starta einhverri umræðu og reyna að koma í veg fyrir þunganir fyrir hjónaband.

En ég er á móti getnaðarvörnum.

Svo krakkar verða að vera skírlífir áður en þeir gifta sig ... sem er samt ekki alveg raunhæft.

Æjj best að fara bara út að skjóta eitthvað lifandi.

Ég er samt á móti fóstureyðingum - lífið er heilagt!


mbl.is Samkomulag um sambandsslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar eru náttúrulega eins og þeir eru...

... misjafnir eins og þeir eru margir en á móti kemur að þetta er líka að gerast hér á Íslandi. Ekki nóg með að almennilegur matur kosti mikið, úrvalið er takmarkað og oft má efast um ferskleikann. Heilsuleysi kostar þjóðfélagið ótrúlegar upphæðir og á meðan lýðheilsustöð hvetur fólk til að borða "fimm á dag" hef ég ekki séð ríkið gera neitt til að gera aukna neyslu á grænmeti og ávöxtum að fýsilegum kosti fyrir venjulegt fólk.

vegetables


mbl.is Holl fæða of dýr í kreppunni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að tapa því sem maður á ekki?

Ég er orðin ótrúlega þreytt á þessum þykjustu-peningum. Peningar sem eru bara til afþví að einhver segir að þeir séu til. Peningar sem enginn hefur í alvörunni séð og enginn mun nokkurn tíma sjá. 

Ef ég kaupi hlutabréf fyrir 500 krónur og eftir 3 mánuði eru þau orðin 5000 króna virði (kannski vegna þess að ég fiffa eitthvað til en höfum ekki hátt um það) þá má segja að ég hafi grætt 4500 krónur EF ég sel bréfin. Ef ég sel ekki bréfin og markaðurinn fellur á 4. mánuðinum og hlutabréfin reynast verðlaus eftir það, hvað er ég þá búin að tapa hárri upphæð? Tapar maður peningum sem eru bara til í orði og getur maður tapað meira á hlutabréfum en maður leggur í þau?? Tapaði ég í raun ekki bara 500 kallinum því ég átti aldrei 4500 kallinn?

ISK_500

 


mbl.is Ungir milljarðarmæringar hafa tapað þriðjungi auðæfa sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Face off

Gamla er komin á facebook. Ég sem ætlaði aldrei að fara á facebook! Sem betur fer gerði ég ráð fyrir því að ég skipti stundum um skoðun og var ekkert að fullyrða of mikið um það að ég ætlaði ALDREI á þetta fjandans facebook... það hefur nefnilega komið í ljós að þetta er bara svolítið skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að ég ætlaði aldrei á facebook er sú að ég skráði mig einu sinni á myspace og skildi aldrei hvernig það virkaði, fékk bara ástarbréf frá ástsjúkum afríkubúum sem sögðu að ég minnti á látna unnustu sína, og ég hélt að fésbókin væri alveg eins. Ég hafði alveg rangt fyrir mér.

En á mínu heimili líða dagarnir hver af öðrum í unaðslegri ró. Gærdagurinn var samt mjög bissí því hann fór allur í að kaupa inn, baka og þrífa í tilefni þess að ástin mín átti afmæli. Náði að koma honum skemmtilega á óvart með heimabakaðri súkkulaði-tarte sem hann átti sko ekki von á. Uppskriftina má finna í kökublaði Gestgjafans 2008.

Litli drengurinn vex og dafnar með hraða ljóssins og er ótrúlega þægur og góður. Svaf t.d. í 7 tíma síðustu nótt, geri önnur 5 vikna gömul börn betur!

Næst á dagskrá er semi-reunion partí með gömlu gaggafélögunum. Líklega fámennt en afskaplega góðmennt partí og hrikalega skemmtilegt fólk á ferðinni. Og ég hefði ekki mætt ef ekki væri fyrir facebook. Sjúbbídú!


Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband