Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Dagbók barnsins

Ef börn gætu skrifað sína eigin dagbók myndi færsla dagsins hjá mínum hljóma eitthvað á þessa leið:

"Kæra dagbók

Uppgötvaði í morgun að ég er með tær. Starði á þær í forundran í svolitla stund og mamma reyndi að hjálpa mér að ná þeim en þær hurfu samt alltaf aftur. Reyndi svo eftir fremsta megni að halda mér vakandi til að missa örugglega ekki af neinu og náði þess vegna góðu spjalli við ömmu seinni partinn, hún er mjög fyndin. Mamma gaf mér brjóst."

 

Litla syss (3 ára) átti svo gullmola dagsins. Hún var bleiku í PUMA pilsi sem ég var að hrósa henni fyrir og hún svaraði stolt að þetta væri "köttapils".

 

puma

 


Rökhugsun 6 ára barns

Dóttir mín átti móment í dag.

Hún er orðin nógu gömul til að fá að fara ein út á róló og í dag var sannarlega veðrið og tækifærið til. Hún ákvað að safna kuðungum og skeljabrotum úr mölinni og kom hlaupandi inn til að biðja um krukku til að setja þetta í sem ég útbjó snarlega handa henni úr botninum á 1/2 l gosflösku. Stuttu síðar kom hún aftur og sagðist nauðsynlega þurfa að búa til miða svo hún gæti beðið um aðstoð við að tína kuðungana. Hún settist niður og skrifaði í flýti "VILL! EIHVER! HJÁLPA! MÉR! Að! TÍNA! KUðÚNGA!" og undir þetta skrifaði hún nafnið sitt.

Samtalið um miðann var um það bil svohljóðandi eftir að hún var búin að ná upp úr mér hvort það væri K í einhver, J í mér og fleira í þeim dúr:

Ég: Afhverju geriru alltaf upphrópunarmerki á eftir hverju orði?

M: Afþví að ég er að kalla þetta.

Ég: Hver á lesa miðann?

M: Enginn, ég ætla að kalla þetta svona: "Vill einhver hjálpa mér að tína kuðunga!!" og halda á miðanum á svona tréspítu.

Ég: En afhverju þarftu þá miðann, getur fólk ekki bara heyrt hvað þú ert að segja?

M: Jú en ég vil hafa miðann svo þau haldi ekki að ég sé að ljúga.


Útskýringar óskast

Mér finnst þetta mál með ólíkindum. Er ég að skilja það rétt að Kaupþing fær GEFINS alla viðskiptavini Spron ásamt innistæðum þeirra og öllu batteríinu en vilja svo ekki skila pakkanum afþví að þeir hafa ekki efni á því? Fóru einhverjir peningar þarna á milli í alvöru? Og afhverju gat Spron ekki orðið "nýji Spron" eins og hinir bankarnir - afhverju fékk Kaupþing allt dótið?


mbl.is Kaupin ganga vonandi eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég elska ...

hádegismatinn minn. Þá fæ ég mér beikonsalat með sætum gulrótum, majó og smátt söxuðum jalapeno. Svo fæ ég mér mjólkurkrap í eftirmat og hef kanilepli með.

Þetta er algjörlega uppáhaldsmáltíðin mín yfir daginn. Lifi fyrir hana og er búin að fullkomna hana út í eitt fyrir mig.

Er svo þakklát fyrir að geta borðað svona mat á hverjum degi, án þess að þjást af samviskubiti eða sjálfsfyrirlitningu og fitukomplexum. Það hefði ekki verið mögulegt fyrir 2 1/2 ári síðan jafnvel þótt máltíðin hefði verið nákvæmlega sú sama, hugsunin hefði verið "hvað með fituna í beikoninu, hvað með olíuna á gulrótunum, hvað með majónesið, hvað með aspartamið, ó nei þetta grænmeti er ekki lífrænt!????"

Í dag hef ég ramma þegar kemur að matnum og svarið er bara "HVAÐ MEÐ ÞAÐ!" - ég má borða góðan mat aftur og aftur og aftur og ég má njóta þess. Fyrir það er ég þakklát.

 ---

 

Allir sem vettlingi geta valdið og langar að hjálpa mér að eignast nýja fartölvu geta farið inn á www.kupon.is  > hönnunarkeppni  > síða 34 og kosið myndina mína "öndin í lampanum". andaÍ keppninni gildir að fá sem flesta til að kjósa sig (alveg eins og í pólitíkinni) svo notið allar tölvur sem þið komist í. *hvolpaaugu*

 


Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband