Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

og eru þeir þá bara stikk-frí?

Ef Sjálfstæðismenn eru á móti frumvarpinu hefðu þeir þá ekki átt að kjósa gegn því í stað þess að sitja hjá, vitandi það að framsókn ætlaði að segja nei?

Þykjast þeir núna ætla að segja "við tókum ekki þátt í þessu" þegar skammast verður út í þá sem samþykktu frumvarpið. 

En í stað þess að taka afstöðu og standa og falla með henni ákveða þeir að gera ekkert. Svona svipað og þessi flokkur gerði í aðdraganda hrunsins. Ekkert. 

Með því að gera ekkert tóku þeir samt þátt í því að frumvarpið var samþykkt, hefðu þeir viljað að því hefði verið hafnað hefðu þeir getað sagt Nei en þá hefðu þeir auðvitað þurft að standa og falla með þeirri ákvörðun sem er miklu erfiðara en að sitja bara hjá og benda á hina. Þetta kallast yfirleitt aumingjaskapur eða heigulsháttur, take your pick. 


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjartalaga feldur?

Hvað er með ritmálið á mbl þessa dagana. Taktleysi var orð sem rataði í eina grein - bein þýðing á enska orðinu tactless (vona að stafsetningin sé rétt á þessu hjá mér) sem nær væri að þýða sem "ónærgætinn" eða eitthvað í þá áttina.

Þetta er samt enn verra, fullkomlega hjartalaga feldur á hundi??!! sé fyrir mér að lappirnar standi feldlausar undan hjartalaga feldinum sem greyjið hvolpurinn erfði, jesús minn!


mbl.is Hjartalaga feldur á hundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband