Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ólétt... ennþá

Jebb - bloggleti afsakast ekki af bleyjuskiptum, brjóstagjöf eða sjúkrahúslegu. Átti pantað í keisara í fyrramálið (mánudagsmorgun) en svo snarsnérist mér hugur og ég ákvað að gera hvað sem er til að sleppa við aðgerð og reyna að frussa þessu út úr mér "eau natural". Stráksi fær því framlengdan frest til að láta sjá sig og meiri tíma til að pína þreytta móður sína. En þessi vika er líka "IT" því verði hann ekki kominn á fimmtudaginn verður skellt sér í gangsetningu sem vonandi tekst betur en síðast. Hún verður líka náttúrulegri en síðast því það má ekki gangsetja konur eins og mig með neinum látum, nei nei, í staðinn verður notuð "blaðra", og vegna þess að bloggvinir mínir eru eðlilegt fólk í flestum tilvikum þá ætla ég að láta nánari lýsingar eiga sig. Það hafa nefnilega ekki allir áhuga á því að lesa um leghálsa, útvíkkun og sprengingar á belgjum, skrítið?!

Jæja minnst 5 dagar í drenginn, það er þó eitthvað sem hægt er að segja með vissu. Sá mynd af mér áðan síðan í febrúar á síðasta ári og fékk eiginlega hálfgert sjokk yfir því hvað ég var mjó, það er ótrúlegt hversu mikið maður tapar raunveruleikaskyninu þegar maður er óléttur, mér er farið að finnast þetta eðlilegt ástand. Hlakka samt til að geta snúið mér í rúminu og farið fram úr án þess að jarma. 


Ófært um heiðina vegna þrengsla

Og já þetta er myndlíking. Það varð ekkert úr beljuhreyfingum í morgun þar sem líkaminn minn sýnir þess engin merki að það sé von á einhverju barni á næstunni. Það var því sár og svekkt verðandi móðir sem gekk út af landsanum í morgun með mjög svo óhagstæðan legháls og óhreyfða belgi. Konur með einn í útvíkkun ættu að fá miklu meiri samúð en konur með 3 og yfir, þær eru þó nær takmarkinu en hinar fyrrnefndu.

Ég á afmæli í dag og ég vil fá hríðir og útvíkkun í afmælisgjöf.

 


Óskhyggja óléttu konunnar

Ég er oft með rosa plön og yfirlýsingar - var t.d. búin að lofa öllum að kreppukróginn myndi mæta í þessari viku, viljugur eða óviljugur. Það var óþarflega mikil óskhyggja í mér. Í samráði við fæðingalækninn minn var ákveðið að gefa drengnum og náttúrunni smá séns til að hafa sína hentissemi. Það varð því úr að drengur verður sóttur í síðasta lagi 26. janúar EN... á morgun á samt að hreyfa við belgjum (ekki beljum), það er víst sæmileg aðferð við að koma krökkum á ferð. Mamma er líka mætt í bæinn til að nudda punkta og minn er að súpa á hindberjalaufste í gríð og erg með tilheyrandi klósettferðum. Mér leiðist að bíða.

Ég á afmæli á morgun... það gæti orðið stuð. Og ég verð 28 ára ekki 29!


Ómyndarleg - nei ekki aldeilis

Ég held að myndin sem ég ætlaði að birta hafi verið eitthvað vernduð og þess vegna gat hún ekki birst en nú er ég loksins búin að taka myndirnar af kortinu í vélinni svo ég get sýnt ykkur jólakúluna mína.

One hot mama coming up:

img_1810_767256.jpgboomOg núna er hún sirka svona.


Ó svo sexý!!

Svona í tilefni af því að jólin eru búin þá ætla ég að skella inn myndinni af jólakúlunni.

img_4285-mediumFrekar "hot mama" á ferðinni þótt ég segi sjálf frá!


Óskipulag en haus í lagi

Ég veit ekki hvernig mér datt í hug að það væri sniðugt að eiga von á barni í janúar. Veisluhöld jólanna eru nýafstaðin og maður hefði haldið að rólegir janúardagar tækju við en nei. Þann 3. janúar 2003 var dóttirin víst sótt og því þarf að halda upp á áfangann og nú með tveimur veislum og tilheyrandi bakstri. Þessu er ég að standa í með bumbuna út í loftið; baka súkkulaðikökur, litaflokka m&m og þeyti svo rjóma, kallinn þeysist um með ryksuguna í annarri og klósettburstann í hinni um leið og hann hugar að hangikjötinu.

Annars er svolítið magnað að vera hömlulaus ofæta og geta setið fyrir framan sjónvarpið og flokkað gríðarlegt magn af m&m án þess að éta það og hræra kökudeig án þess að sleikja hrærarann, sleikjuna, skálina og auðvitað puttana. Þetta hefur ekkert með sjálfstjórn að gera, ég er ekkert að halda mér í og rugga mér í huganum yfir því hvort ég ætti að fá mér.. ætti ekki að fá mér... ætti að fá mér... ætti ekki að fá mér... bla bla bla. Ég hef fengið algjöran frið í hugann, frið frá þráhyggjunni gagnvart matnum, frið fyrir sjálfri mér. Þetta á ég 12 spora leiðinni og æðri mætti að þakka... takk fyrir mig!

210682025_ecd449924cAfhverju er ekki hægt að kaupa svona æðislega psycadelic m&m á Íslandi og fyrirfram litaflokkað, það væri náttúrulega best.


Óþolinmæði

Ég er ekki einu sinni komin alveg á tíma (38. vika hefst á morgun) en ég er farin að bíða eins og kona sem komin er framyfir.

Settur dagur fyrir barnalendingu er 18. janúar en hér ligg ég upp í rúmi með verki sem ég veit ekki hvað ég á að kalla (forverkir eða kúkastingir) og bíð eftir að vatnið fari að leka... það er samt ekkert að fara að gerast. Svo er ég að fríka út yfir því að allt sé að fara að breytast. Þrái að klára en er skíthrædd við það sem tekur við, lífið að fara að taka gríðarlegum breytingum sem ég veit ekkert hvernig verða eða hvaða áhrif hafa á mig.

Hræddi kallinn í gær þegar ég leit í skipulagsdagbókina mína (vantar nýja by the way) og æpti og emjaði um leið. Kallinn hélt við hefðum misst af einhverjum mikilvægum fundi eða mæðraskoðun en raunin var sú að ég var að átta mig á að dagsetningarnar eru farnar að nálgast ískyggilega. Trúi ekki að þetta sé að fara að gerast bara á næstu 2 vikum.

Og talandi um að vera í ójafnvægi, horfði á kvöldfréttirnar á nýársdag og kippti mér lítið upp við hörmulegar fréttir frá Gaza og annað óréttlæti heimsins. Tárin fóru hins vegar að streyma þegar ég fékk að líta augum fyrsta barn ársins. Það voru gleði- og kannski pínu öfundartár.


Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • anda
  • boom
  • ...img_1880
  • ...1810_767256
  • Jólakúla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband