Að monta...

Við skötuhjúin fórum með afsprengið okkar í viðtal til kennarans hennar í dag. Hún er að byrja í 5 ára bekk í Ísaksskóla eftir tæpa viku. Það verður vart hægt að segja annað en að barninu hafi gengið vel... kennarinn spjallaði við hana og var að skoða hvað hún kunni og hvar hún stæði og hrósaði henni sérstaklega fyrir að hafa getað talið hnökralaust upp að 20. Ég gaukaði því þá að honum að hún myndi telja upp í 100 eða meira fyrir hann ef hann nennti að hlusta á hana en ákvað að sleppa því að segja honum að hún gæti talið upp á 100 á ensku líka. Hann tékkaði ekkert á því hvort hún kynni stafina en þegar við gengum öll framhjá hurð þar sem stóð Sólbrekka heyrðist hún lesa "sól-brekk-aaaa" og ég sá að hann leit við og á stelpuna eins og hann trúði ekki alveg að hún hefði lesið af hurðinni.

Ég er endalaust montin af þessum dæmalausa fróðleiksþorsta stelpunnar minnar því ég þurfti ekki að troða þessu ofan í hana heldur hefur hún verið að pikka þetta upp smátt og smátt síðan hún var u.þ.b. 3 ára. En eftir að hafa séð við hverju er búist af 5 ára krökkum er ég svolítið á nálum... er ég búin að kynna hana fyrir of miklu of snemma? og gæti það komið niður á öðrum hæfileikum eins og t.d. félagsþroska eða hæfni til að fylgja leiðbeiningum.. hún á það nefnilega til að gleyma því að hún veit ekki allt og að hún er ekki "kennarinn". Ég var læs þegar ég fór í 0 bekk (6 ára bekk) og ég veit að kennarinn var frekar fúll og eiginlega skammaði bara mömmu fyrir að hafa kennt mér að lesa því blessuð konan vissi ekkert hvað hún átti að gera við mig fyrst ekki var hægt að kenna mér lestur.  Ég vona að við lendum ekki í þess háttar veseni en ekki ætla ég að fara að neita barninu mínu um fróðleik þegar það biður um hann. 

Ein mynd af snillanum í lokin: 

IMG_1036


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Hún er yndisleg...... Það var svo krúttlegt þegar ég þakkaði henni fyrir að lána mér mömmu sína, eitt kvöldið sem við sátum saman að lesa...... Hún leit á mig hneygsluð og sagði.... "þú spurðir mig ekki"

Krútt...... Það var einn svona í gamla bekknum hjá Rebekku minni.... Hann var að lesa Harry Potter í 6 ára bekk.... Held að hann hafi nú ekki verið eftir á í félagsþroskanum og var með í öllu... En ótrúlega fyndin og háfleygur drengur.... Þetta heldur kennaranum á tánum..... Bara að hún fái ekki leiða á að sitja og læra það em hún kann.... 

Helga Dóra, 21.8.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Mikið er hún skýr hún dótir þín :o) Svo er hún gullfalleg líka. Ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af henni.

Kristborg Ingibergsdóttir, 21.8.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband