Næturblogg

Ætli það sé einhver ástæða fyrir því að ég er alltaf að senda inn blogg seint á kvöldin - eða jafnvel á nóttunni eins og núna.

Eyddi kvöldinu í að pikka upp eitt lag á gítar - já 3-4 tímar bara í eitt lag, kannski af því að ég kann ekki á gítar. Tók bara upp gítarbók, setti diskinn í spilarann og hermdi eftir líklegum hljómum úr bókinni. Ég náði tveimur hljómum og bjó hina tvo til, þeir passa svo mér er sama þó þér séu hluti úr stærri gripum sem klunnaputtarnir mínir ná ekki að grípa yfir eða séu jafnvel ekki til í neinni gítargripabók. Það vill þó svo kaldhæðnislega til að lagið heitir Chocolate (eftir Heru) og fjallar um það hvernig súkkulaði gerir lífið betra. Í huganum skipti ég auðvitað chocolate út fyrir fráhaldið en þetta er samt allt í lagi - mér fannst súkkulaði ekkert best af öllu þegar ég var í ofáti - ef lagið héti Ice cream eða rjómi þá mætti kannski hafa áhyggjur af mér. En nú er ég orðin rosalega aum í fingurgómum vinstri handar.

Ég ætla að drífa mig í rúmið en ég verð að kasta einkarétti mínum yfir brandara sem ég sagði í dag. Við fáum alltaf DV í vinnunni (naturally) og á forsíðunni er hinn ástríki Selfossprestur undir fyrirsögninni "Klerkur í klípu" - Fyrirsagnasmiðurinn mikli var auðvitað ekki lengi að umsnúa því í "klerkurinn klípur" - sem var auðvitað það sem startaði þessu öllu saman (meint brot - ég veit).

Fleiri fyrirsagnir sem ég samdi í dag, reyndar fyrir Gestgjafann, (en voru þó ekki allar notaðar):

Meme í matinn

Grillmatur fyrir gemlingana 

Jarmandi snilld 

Djúsí beljur beint á grillið

Lömbin þagna

Fiskur á þurru landi

Þeir fiska sem grilla 

Svínslega gott

Svínað á grillið

Það er sko ekki leiðinlegt í vinnunni minni á föstudögum, þá er "flippað með fyrirsagnirnar". Ein af þessum fyrirsögnum verður reyndar notuð. Megið giska á hver þeirra það er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Svínslega gott verður notað,,,,,,, eða grillmatur fyrir gemlingana....

Icecreme og sjökkolade mitt stuff, reyndar bakarísmatur allur lika... Hveiti er mitt heróín..........Hitt er svona meira... Kókaín eða hass.... Nei, nú er ég farin að bulla...... Enda er ég að fara útí sveit að elta gamla geit...... Kannski fer hún á grillið svo. Hver veit????  

Helga Dóra, 10.5.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 10.5.2008 kl. 16:28

3 Smámynd: Marilyn

Það er rangt ;)

Marilyn, 10.5.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Helga Dóra

Jarmandi snilld......

Helga Dóra, 10.5.2008 kl. 20:43

5 Smámynd: Sykurmolinn

Frábærar fyrirsagnir   Ég ætla að skjóta á "fiskur á þurru landi".

P.S.  Eru verðlaun? 

Sykurmolinn, 11.5.2008 kl. 00:49

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk fyrir kommetið í nótt. ;) Ég svaraði... og svaraði... og svaraði... og ætlaði aldrei að geta hætt. Lengsta komment ever. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.5.2008 kl. 20:52

7 identicon

Ég má til að vera sá sem biður þig að nota ekki orðið 'belja' í tímaritaskrifum. Kýr og belja er merkingarlega ekki það sama og mætti þá segja að belja væri síðra afbrigði sömu tegundar, kýr sem er leiðinleg og sparkar o.þ.h.. Ég á alltaf afar erfitt með að sjá svona.

Gummi Valur (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 10:38

8 Smámynd: Marilyn

og ég má til með að benda á að belja í þessu samhengi er grín og ég tala aldrei um beljur enda alin upp á kúabúi. - en öllum beljum yrði hvort eð er slátrað og þar af leiðandi gætu þær allt eins endað á grillinu.

Að lokum vil ég benda á að "djúsí beljur beint á grillið" er miklu fyndnara en "djúsí kýr ..." - hvað með "undursamlegt ungnautakjöt" ;)

Marilyn, 12.5.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband