Útskýringar óskast

Mér finnst þetta mál með ólíkindum. Er ég að skilja það rétt að Kaupþing fær GEFINS alla viðskiptavini Spron ásamt innistæðum þeirra og öllu batteríinu en vilja svo ekki skila pakkanum afþví að þeir hafa ekki efni á því? Fóru einhverjir peningar þarna á milli í alvöru? Og afhverju gat Spron ekki orðið "nýji Spron" eins og hinir bankarnir - afhverju fékk Kaupþing allt dótið?


mbl.is Kaupin ganga vonandi eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl,

Innlán eru ekki eign heldur skuld banka við viðskiptavini. Kaupþing var beðið um að taka yfir þessar skuldir Spron við sína viðskiptavini. Kaupþing fékk enga peninga við þá millifærslu enda var ástæða þess að Spron fór á hausinn að ekki voru til peningar í þeim banka. En mjög líklegt er að margir komi til með að vilja taka peninginn sinn út úr Kaupþingi og færa hann yfir í MP þ.a. Kaupþing þarf að fara að borga út pening án þess að hafa fengið nokkuð inn. Í staðinn fyrir að taka yfir þessar skuldir Spron (innlán) fær Kaupþing veð í eignum Spron og því með ólíkindum að skilanefndin geti selt eignirnar án samráðs við Kaupþing.

Doctorinn (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Einar Karl

Var skilanefnd SPROn að flýta sér um of?

Hefði ekki MP þurft að yfirtaka "allan pakkan" sem var fluttur með hraði (skiljanlega í ljósi aðstæðna) í Nýja Kaupþing?

Þetta hljómar svona pínu eins og þegar gamalgróið og þekkt fyrirtæki er selt, þ.e. reksturinn seldur til eins aðila, en vörumerki (og allt "goodwill" sem því fylgir) selt svo öðrum aðila. Höfum í huga að viðskiptavild er ekki bara gervi-hugtak - einmitt það sem gerir góð og traust vörumerki verðmæt.

Einar Karl, 6.4.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Marilyn

Ok Takk fyrir þetta. Ég er búin að velta þessu mikið fyrir mér og já það er kjánalegt að staðið hafi verið að þessu eins og gert var. En fékk KAupþing ekki útlánin líka?

Þetta virkar eins og arfaslakur díll fyrir Kaupþing.

Marilyn, 6.4.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband