Ég er gella

Ég sótti dóttur mína í leikskólann á föstudaginn og afþví að veðrið var svo gott voru allir krakkarnir enn þá úti, þ.e.a.s. þeir sem átti enn eftir að sækja. Ég var í gallabuxum og síðri röndóttri peysu með glimmerþráðum í sem elskuleg vinkona mín gaf mér í jólagjöf. Eitt spurulasta stúlkubarn norðan Mississippi kemur til mín og spyr "ertu að fara í veislu?", ég neita en hún gefst ekki upp "afhverju ertu þá svona fín?" - "ég var nú bara í vinnunni" segi ég þá en dóttir mín grípur fram í og segir hátt og skírt "ÞAÐ ER VEGNA ÞESS AÐ MAMMA MÍN ER GELLA!". Ég dó næstum og leikskólakennararnir skellihlógu, ég vissi ekki að dóttur minni fyndist ég vera gella, reyndar sagði hún svo í bílnum á eftir að pabbi sinn væri líka gella.

En dóttir mín er snillingur og ég er svo sannarlega gella!

Fór í þrítugsafmæli til vinkonu minnar á föstudagskvöldið í flegnasta kjól heimsins. Við vorum allar stelpurnar í einhverju gellustuði og langaði til að vera sætastar svo við fórum á Players þar sem nóg er úrvalið af fullum köllum til að segja okkur hvað við erum æðislegar. Rosalega var það gaman þó ég verði að viðurkenna að fullir, íslenskir karlmenn séu oft á tíðum ákaflega sorgleg dýrategund. Og ég verð að mæla með hljómsveitinni Bermúda sem hélt uppi stuðinu. Söngkonan Erna er bara frábær, falleg og yndisleg, hún söng eins og engill og var ótrúlega hress. Algjörlega frábært kvöld ef frá er talið svolítið vinkonudrama (fastir liðir eins og venjulega) sem tengdist mér þó ekki neitt en smitaði aðeins út frá sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María

Ég held ég verði að taka undir orð dóttur þinnar, þú ert gella og það sést langar leiðir. 

María, 7.4.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Helga Dóra

Sonna er að vera í bata þá verður maður svo mikil gella

Helga Dóra, 7.4.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband