Vel hugsað um mig

Það er svo vel hugsað um mig þessa dagana og það er sko enginn mannlegur máttur sem er að sjá um það (og ekki misskilja, ég er alveg elskuð heima fyrir þetta er bara af allt öðrum toga).

Ég keypti eldhúsvigt af konu um daginn, ekki af því að ég þurfti nýja vigt heldur af því að mig langaði í betri vigt en ég átti. Ég lagði pening inn á hana en sagði henni að mér lægi svo sem ekkert á að fá vigtina, ég ætti aðra og bla bla. 2-3 dögum seinna bilaði vigtin mín þegar ég var að vigta morgunmatinn. "Sjitt" hugsaði ég en mundi þá samstundis að ég var búin að kaupa og borga fyrir nýja vigt og gæti því bara sótt hana seinnipartinn. "vá," hugsaði ég með mér, "það er sannarlega einhver að hugsa fyrir mig núna," en lítið vissi ég hvað planið var miklu stærra en bara ég og nýja vigtin mín.

Svo skutlaðist ég í Hafnarfjörðinn eftir vinnu en upphaflega planið var að láta þessa konu færa mér vigtina, hitta hana á fundi eða bara með hvaða ráðum sem er, sleppa við að keyra í Hafnarfjörð. Þangað var ég nú samt mætt, hitti konuna og þakkaði fyrir og eins og lög gera ráð fyrir fórum við aðeins að spjalla. Við eigum báðar gamlar golden retriever tíkur sem bárust í tal og ég sagði henni hvað tíkin mín er búin að vera mikið lasin, getur varla gengið, hvað hún stynur mikið og ýlfrar og líður illa og konan átti ráð og veitt mér það fúslega. Ég fór heim og gaf hundinum magnyl (sem hundar mega víst fá) og ég sá stutta seinna hvernig tíkin slaaaaakaði á og gat loksins sofið, og þá meina ég sofið! Frá bilaðri vigt til hunds sem ekki er lengur í stanslausri þjáningu - þetta er plan sem ég bý ekki til sjálf.

Svo mætti ég loksins á fund á þriðjudaginn og ekki nóg með að ég væri beðin um að leiða (ok ég bauð mig reyndar fram) heldur fékk ég þrjár sponsíur - planið í mínum haus var á þá leið að ég hefði ekkert að segja og að það yrðu engin nýliðar á fundinum og ég var næstum því farin að gráta af gleði á leiðinni heim af þessum fundi ég var svo fegin að hafa ekki hlustað á sjálfa mig. 

Svipað gerðist í gærkvöldi, ég ætlaði ekki að bjóða mig fram til að hjálpa neinum "nei ég er með þrjár nýjar... bla bla bla" og svo allt í einu var höndin á mér komin upp þegar kallað var eftir sporasponsorum, og ég hugsaði "já hvahh.. það er örugglega enginn að leita að sporasponsor," þegar ég fattaði að höndin hefði rokið upp en viti menn, ég var nú samt beðin.

Ég bý ekki til svona plön, lífið er allt öðruvísi þegar ég stjórna og ákveð hvað mun gerast og hvaða þýðingu hlutirnir hafa. Og ég finn það svo sterkt hvernig ég er leidd áfram á hverjum degi, sérstaklega núna þegar fráhaldið í heild er komið í fyrsta sæti aftur en ekki aukavinnan (les. peningagræðgi). Og mikið er það góð tilfinning. Ég er strax orðin rólegri, glaðari, ástríkari og einbeittari en þegar ég var að ana áfram og reyna að skrapa saman tíma til að vinna aukavinnu með fullri vinnu og heimili. Ég verð að setja batann minn í fyrsta sæti, það er svo engan veginn nóg að vigta bara og mæla matinn, ég verð að næra mig andlega, líkamlega og félagslega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María

Halelúja.  Æi þetta er bara yndislegt. Gangi þér áfram vel.  Knús

María, 11.4.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Helga Dóra

Guð er góður kall.....

Helga Dóra, 11.4.2008 kl. 19:53

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 12.4.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband