Ég er svo skondin skrúfa. Rétt áður en ég steig á vigtina í fyrsta skipti eftir að ég byrjaði í fráhaldi hugsaði ég "ef það verða ekki farin a.m.k. 4 kíló þá hætti ég" og þá var eins og "einhver" bankaði í hausinn á mér og segði "og gerir hvað Guðrún?" - og það er nákvæmlega málið, hvað á ég að gera ef ég er ekki í fráhaldi?
Engin af mínum aðferðum hafði virkað fram að þessu - en þó ég myndi ekki léttast um gramm var þessi fyrsti mánuður ótrúlega mikil lausn frá átinu (og by the way ég held ég hafi lést um 5 kg í fyrstu vigtuninni). Ég fann að ég hafði grennst, mér leið betur bæði andlega og líkamlega en samt kom í mig þessi púki sem sagði að ef þetta myndi ekki virka eins og ég vildi að þetta virkaði þá myndi ég hætta að vigta og mæla. Hversu oft ætli ég hafi stigið á vigtina og hugsað rétt áður "ef ég er búin að þyngjast um meira en 4 kíló þá geri ég eitthvað í mínum málum"? ALDREI - en eftir einn mánuð án kolvetna var ég farin að hugsa um að hætta ef ég missti ekki 4 kíló. Kerlingin bara að deyja úr frekju.
Ég er endalaust þakklát æðri mætti sem bankaði í hausinn á mér þennan dag og sagði "og gerir hvað Guðrún?" - hann hefur hjálpað mér að vera í fráhaldi í rúmlega 1 1/2 ár, gert líf mitt og sál að góðum stað til að vera á og það eina sem ég þarf að gera er að sleppa tökunum á þeirri lífseigu blekkingu að ég geti gert eitthvað sjálf til að bjarga mér og leyfa honum að grípa mig.
Flokkur: Lífstíll | 8.5.2008 | 23:22 (breytt kl. 23:25) | Facebook
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Íþróttir
- Vilja minnka framlag til kvennaknattspyrnunnar
- Vill leikmenn eins og Roy Keane
- Bar Rodri saman við Messi
- Kane sló met Haalands
- Benoný á leið til Englands?
- Bretinn á ráspól í Las Vegas
- Giannis fór á kostum - Stórleikur Jókersins dugði ekki
- Gamla ljósmyndin: Leikstjórnandi par excellence
- Sara náði sjaldgæfum áfanga
- Við áttum að gera meira af þessu
Athugasemdir
Frábært hjá þér og til hamingju. Ég er að berjast þessa dagana en Guð hjálpar mér. Bænin getur verið ótrúlega sterk.
Með vinsemd og virðingu Svanurinn.
Svanur Heiðar Hauksson, 8.5.2008 kl. 23:29
Kannast við þessa frekju....
Helga Dóra, 9.5.2008 kl. 00:14
nákvæmlega ... og gerir hvað?? ...
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 9.5.2008 kl. 08:14
Það er einhvern veginn allt svo miklu léttara þegar æðri máttur grípur mann.
Brussan, 9.5.2008 kl. 11:59
Ég man þegar þú varst nýbyrjuð í þessu ... þegar þú fórst að ljóma allt í einu, alltaf þegar ég hitti þig (nema nottla að ég hafi haft svona ljómandi áhrif) hehe. Þú ert meiriháttar og alveg hreint ótrúlega djúleg.
Knús og klemma...
Tinna Mjöll Karlsdóttir, 9.5.2008 kl. 15:23
Takk dúllan mín. Þetta var búið að hvarla að mér út af vigtuninni á morgunn. Og gera hvað. Þessi setning er komin í harða diskinn hjá mér og ég ætla að vista hana þar.
Kv Klara
Klara, 9.5.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.