Við dóttir mín vorum að tala saman um himnaríki í gærkvöldi og ég bað hana að nefna þrjú atriði sem hún héldi að væru þar.
"mmm það er Guð, Jesú og .......... Rut"
"Rut? hver er Rut?"
"Rut í laginu um Daníel og Rut"
Þá spurði ég hana hvað hún héldi að fólk gerði á himnaríki.
"allir setja vatn í skálar á hausinn á sér og labba með það"
"afhverju?"
"afþví að það eru allir svo fátækir"
Litla skottið mitt tekur þessu með að Guð verndi fátæka fólkið svolítið bókstaflega og er greinilega búin að sjá slatta af myndum frá Afríku. Hún vildi ekki heyra á það minnst að á himnaríki væri engin fátækt, ekkert hungur, engin veikindi og enginn þorsti.
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Íþróttir
- Vilja minnka framlag til kvennaknattspyrnunnar
- Vill leikmenn eins og Roy Keane
- Bar Rodri saman við Messi
- Kane sló met Haalands
- Benoný á leið til Englands?
- Bretinn á ráspól í Las Vegas
- Giannis fór á kostum - Stórleikur Jókersins dugði ekki
- Gamla ljósmyndin: Leikstjórnandi par excellence
- Sara náði sjaldgæfum áfanga
- Við áttum að gera meira af þessu
Athugasemdir
hún þurfti ekki að gefa mér hana, hún gerði það sjálf þetta litla skott
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 15.5.2008 kl. 08:54
Ekkert smákrútt
Kristborg Ingibergsdóttir, 15.5.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.