Það var brjálæðislega gaman í glimmer og glamúrpartíinu. Ég keypti mér fermingardress fyrir kvöldið og árangurinn lét ekki á sér standa. Ég hefði líklega unnið glimmer og glamúrkeppnina ef Ella Sigga hefði ekki náð að channella sína innri Marilyn og vera þannig bæði með glimmer (aka pallíettur) og glamúr (aka Marilyn). En hey, ef maður á að tapa fyrir einhverjum þá má það sko alveg vera Marilyn ;)
Dagurinn byrjaði samt ekki á glimmer og glamúr. Ég fór í klippingu til Habbýar um hálf 12 og það tók auðvitað fullt af klukkutímum. Svo kíktum við í Kringluna og keyptum leggings (á mig) og svo beint heim til Habbý að slaka aðeins á fyrir kvöldið. Innkaupahólistarnir komu með matinn og ég gaf fyrirmæli um niðurskurð á tómötum og fleira grænmeti úr rúminu því ég var svo þreytt. Maturinn heppnaðist stórvel og var ótrúlega góður. Það datt allt í dúnalogn í stofunni hjá Habbý þegar 10 hömlulausar hættu að blaðra til að borða. Það eina sem heyrðist var einstaka "skál" og svo bara stunur, á eftir fylgdi svo spurningaflóðið: "hvað er þetta?", "hvað er í þessu?".
Eftir matinn byrjaði svo glimmerið og glamúrinn hjá mér. Ég skellti mér í fermingardressið, fékk make-up hjá Habbý og þá var ég tilbúin í "stanslaust stuð að eilífu" a la Páll Óskar.
Við enduðum svo kvöldið á barhoppi; Apótek, Rex (aka grandma's place), Hressó, Tunglið (aka "ég trúi ekki að það kosti inn") og Organ sem var hitt kvöldsins því þar var einmitt glimmer og glamúrþema líka. Það var gay stemning sem var yndislegt, við dönsuðum við Frú Glimmer og skemmtum okkur konunglega.
Ég er samt alveg búin á því eftir þessa helgi. Ég var með matarboð á föstudagskvöldið og fór seint að sofa og vaknaði snemma, djamm á laugardaginn og svo vinkonuhitting á sunnudagsmorguninn (les. hádeginu). Svo vildi kallinn endilega horfa á Desperate Housewifes á DVD í gærkvöldið og ég segi náttúrulega ekki nei við því. En þetta var frábærlega bissý helgi með góðum mat og gaman að hitta alla skemmtilegu vini sína, sérstaklega stelpurnar.
Takk fyrir mig stelpur!
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Þekkti ekki fórnarlömbin
- Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi
- Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað
- 10 ára barni rænt af manni sem það kynntist á Roblox
- Trump jákvæðari en Rubio
- Tveir Bretar létust í kláfsslysinu
- Á þriðja tug drepnir eftir að upp úr slitnaði í viðræðum
- 909 lík flutt til Kænugarðs
Athugasemdir
Strike a pose
Ómar Ingi, 19.5.2008 kl. 18:14
Valið var erfitt og pottþétt naumt á munum........ Segir maður ekki soliss???
Sjáumst í kvöld
Helga Dóra, 19.5.2008 kl. 18:26
Gegt. Takk fyrir laugardagskvöldið fermingarstelpa :D Þú ert æði
María, 19.5.2008 kl. 22:48
Takk fyrir skemmtilegt Laugardagskvöld....er að fíla fermingardressið
Brussan, 19.5.2008 kl. 22:56
Þú ert baaaara flott í fermingardressinu skvísa :o) Takk fyrir kvöldið.
Kristborg Ingibergsdóttir, 19.5.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.