Í allan morgun dreymdi mig Angelinu Jolie, Brad Pitt og Jennifer Aniston... og reyndar einhvern einn gaur í viðbót sem var greinilega ekki nógu frægur til að ég geti munað hvað hann heitir. Ég held að þetta hafi sprottið upp úr því að ég sá Beowulf auglýsinguna í gærkvöldi. Draumurinn snérist svo um það að Jennifer Aniston var að leika í mjög lesbísku atriði á móti Jolie í myndinni og við vorum öll að hugsa hvað það væri heppilegt að myndin væri tölvuteiknuð því annars þyrftu þær að gera þetta í alvörunni.
Svo voru Brad og Angie eitthvað ósátt og ég var að passa krakkana þeirra... meira ruglið. Fékk rosaknús frá þeim báðum undir lok draumsins og svo keypti Brad handa mér hús. Bíð spennt eftir því að draumurinn rætist.
Athugasemdir
Má ég ver með í draumnum þínum.... Heitur draumur.....
Helga Dóra, 1.7.2008 kl. 11:52
Já sko þig , hún er kannski byrjuð að rembast núna en varla þó , en samt komin á spítaló
Ómar Ingi, 1.7.2008 kl. 19:45
hummmm.......þetta var nú meira hott thingið sem þig dreymdi
Brussan, 1.7.2008 kl. 21:18
Aldrei dreymir mig Brad Pitt, ég öfunda þig og svo færð þú bara knús frá honum líka...........
Kristborg Ingibergsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.