Layout-deildin sló sér upp með tölvugaurunum í gær og tengdu skjávarpa inni í layout-álmu svo sem flestir gætu horft á leikinn í dag. Þau röðuðu upp stólum og bjuggu til rosalega flott plagöt í Matrix-stíl sem hanga hér um allt og eru bara í því að skapa heljarinnar stemningu fyrir leikinn. Starfsmannafélagið ætlar að bjóða upp á bjór og snakk á meðan á leiknum stendur. Þar af leiðandi verður líklega lítið unnið á meðan á leiknum stendur og jafnvel ekki mikið eftir að hann er búinn. Það er oft svolítið spes stemning hér á föstudögum - vikublöðin eru yfirleitt búin að skila svo það er mikið stuð á þeim og jafnvel sungið upp úr þurru, þessi föstudagur á líklega eftir að slá þeim öllum við í stuði og stemningu. Tala nú ekki um ef við vinnum leikinn. Áfram strákar!
![]() |
Óhræddir og fullir tilhlökkunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Lífstíll | 22.8.2008 | 09:45 (breytt kl. 11:38) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.