... þá mun viðkomandi hringja til baka. Ég fatta ekki þegar fólk er svo gjörsamlega húkt á símanum sínum það má ekki missa af einu einasta símtali. Við fáum reglulega símhringingar í vinnunni þar sem fólk veit ekkert í hvern það er að hringja og segist bara hafa séð "missed calls" úr númerinu á símanum sínum. Í þeim tilfellum hefur símasölufólkið sem situr í sætunum okkar á kvöldin verið að hringja í viðkomandi kvöldið áður. Þarna er verið að eyða dýrmætum tíma bæði þess sem hringir og þess sem svarar í leiðinda útskýringar í staðinn fyrir að sá sem missti af símtalinu sætti sig við að hann missti af símtali í gærkvöldi.
Ég hef það fyrir stranga reglu að hringja ekki í ókunnug missed calls-númer. Ég gerði það hér í eina tíð vegna þess að forvitnin var að drepa mig en hef lært af reynslunni að a) ókunnug númer = ókunnugt fólk og b) ókunnugt fólk hefur yfirleitt ekkert merkilegt við mig að segja (ef það hefði eitthvað mikilvægt/merkilegt að segja þá myndi það hringja í mig aftur).
Svíar lenda í sómalískum símasvikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er með sömu prinsipp, þe. ég hringi ekki til baka í ókunnug númer, en ég tékka oft á þeim. En ég lenti nú einu sinni í því að það var hringt í mig frá Íslenskri Getspá og sá það ekki fyrr en seint um kvöld og þá var að sjálfsögðu enginn til að svara símanum hjá þeim. Ég var náttúrulega að kafna úr forvitni og gat varla sofið, þar sem ég vonaði heitt og innilega að ég væri búin að vinna þann stóra í lottóinu. En ég hringdi um leið og ég hafði tækifæri til og þau fundu út úr því hvers vegna þau höfðu hringt í mig :D - Gaman gaman.
María, 4.10.2008 kl. 00:24
Sími er oftast óþurftar tól
Ómar Ingi, 4.10.2008 kl. 11:23
Sammála því að ef fólk virkilega þarf að ná í mig þá hringir það aftur.
Kristborg Ingibergsdóttir, 5.10.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.