Bara svona til að halda í þessar "ó" fyrirsagnir undanfarið.
En sum sé, ég verð mögulega í sjónvarpinu í kvöld og ef þið viljið sjá hvalreka "in action" þá er tækifæri til á stöð 2 kl. 20:20. Þátturinn er í umsjón Jóa Fel og það getur vel hugsast að ég hafi hreinlega verið klippt út þrátt fyrir það að mitt hlutverk í útgáfu Gestgjafans sé auðvitað LAAAANG lang mikilvægast! Sjónvarpsfólk skilur það auðvitað ekki. En áherslan er á villta kokkinn okkar hann Úlfar Finnbjörnsson, sem varð stoltur hvolpaafi í gær, og hann ætlar að elda ótrúlega girnilega villibráð fyrir bæði lesendur Gestgjafans og þá sem setjast fyrir framan sjónvarpið í kvöld til að reyna að sjá í mig.
Þess má til gamans geta að daginn sem þeir voru hér við tökur varð ég næstum því hungurmorða því upptökuliðið og kokkarnir lokuðu eldhúsinu og auðvitað mátti ekkert trufla. Ég varð því að bíða eftir að þeir gerðu hlé á tökunum til að geta náð í nestið mitt sem ég hafði búið fallega um í einum ísskápnum. Já frægðin er sko aldeilis ekki tekin út með sældinni.
Athugasemdir
þetta var með ráðum gert, ef þú ert ekki mjó og við dauðans dyr af hungri alltaf, máttu ekki vera fræg :D
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 30.10.2008 kl. 13:35
Þurfti þetta nú endilega að vera á stöð 2
Ómar Ingi, 30.10.2008 kl. 19:09
Ég sá þig í þættinum :)
Hafrún Kr., 30.10.2008 kl. 20:48
Verð að horfa á endusýningu :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 31.10.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.