Það er nánast sama hvað hefur bjátað á í lífinu mínu síðan ég kynntist æðri mætti, ef ég bið um aðstoð þá fæ ég hana því hann vinnur aðallega í gegnum annað fólk. Í dag fékk ég að kynnast því enn og aftur að það er verið að hugsa um mig. Hveitikím virðist vera uppselt á landinu og ég hafði ætlað að leita að því fyrir hádegi en það var svo brjálað að gera í vinnunni að ég komst ekki í það og hádegismaturinn virtist ætla að breytast í eitthvað hveitikímslaust leiðindadæmi (og það er ekkert svo mikið pláss í mallakút upp á síðkastið). Þá hringdi engillinn minn í mig og sagðist vera á leiðinni í heimsókn og svo kom hún með fullan pakka af hveitikími handa mér enda vissi hún að heimilið mitt væri hveitikímslaust.
Það eru svona lítil atriði sem sannfæra mig alltaf betur og betur um það að minn æðri máttur sé stanslaust að hugsa um mig og hjálpa mér í lífinu, og þegar það gerist í gegnum fólkið sem ég elska er það bara enn betra.
Og já, ég á sögur af svona hjálp sem snúast ekki um mat en fráhaldið er það mikilvægasta í lífi mínu í dag og þess vegna tala ég svona mikið um það sem hjálpar mér að vera á þeim stað, og það er góður matur og hveitikím.
Það voru bara til mega dramatískar eða mega væmnar englamyndir á google svo ég valdi þá allra væmnustu, hún á samt vel við. Kannski ég þurfi að leyfa sjálfri mér að vera svolítið væmin stundum.
Flokkur: Lífstíll | 6.11.2008 | 00:03 (breytt kl. 00:04) | Facebook
Athugasemdir
Þetta er magnað
Sykurmolinn, 6.11.2008 kl. 09:11
Já það er kím-guð og gsa-englar út um allt
Sigurlaug (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:57
Takk fyrir að vigta og mæla :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 8.11.2008 kl. 00:25
hæ sæta snúlla , hagkaup í holltagörðum gæti átt eitthvað eftir ;)
liljatorfa (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.