Helgin var tekin með trompi þar sem ástmaðurinn átti svolítið lærdómsfrí á laugardaginn. Ég fékk að ráða hvað við gerðum og eins órómantískt og það hljómar þá heimtaði ég að við myndum taka til í svefnherberginu. Ákvörðunin skal þó útskýrð í ljósi þess að hreiðurþörfin er að grípa mig heljartökum og herbergið síður en svo tilbúið fyrir komu krógans. Okkur áskotnaðist forláta skenkur fyrir þó nokkrum vikum og þá var alls konar "horndrasli" (drasli sem setið hafði úti í horni) sópað að rúminu mín megin til að koma skenknum fyrir undir súðinni, m.a. voru trékassar með rykföllnum bókum og gamla Kolster-sjónvarpið sem fylgt hefur fjölskyldunni í meira en 20 ár. Laugardagurinn fór því í það að þurrka af, raða í skenkinn og sleppa tökunum á dótinu. Ég sleppti auðveldlega tökunum á ensku kiljunum sem söfnuðust upp á háskólaárunum en kolsterinn var ekki jafn auðveldur og ég skildi við hann með miklum söknuði. Þetta fór allt í sorpu svo áhugasamir ættu að drífa sig í Góða Hirðinn að ná sér í unaðsgóðan Kollster í lit.
Ofan á alla órómantíkina reif ég niður rauðbleiku rúllugardínurnar sem hangið hafa uppi í svefnherberginu frá því að við keyptum íbúðina (fylgdu með). Ég krafðist þess, hvað sem allri kreppu og hækkunum liði, að við færum í IKEA og keyptum nýjar. Sagðist ekki ætla að þola þessa viðurstyggð mínútunni lengur. Nú er gardínulaust í herberginu svo áhugasamir ættur að komast að því hvar ég á heima og horfa á mig afklæðast áður en nýju gardínurnar hengja sig upp. (gerist það ekki annars sjálfkrafa?)
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Hrikalega órómó. En það þarf víst að taka til í svefnherberginu líka :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 10.11.2008 kl. 16:57
ég er alveg viss um að þú ert búin að fara og kaupa kolsterinn sjálf :D mættir missa svona fimm kíló, þá yrðirðu algjör skutla !
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 10.11.2008 kl. 17:13
Það er samt rómó að hafa hreint og fínt í svefnherberginu
Sykurmolinn, 10.11.2008 kl. 17:59
kvitt
Ómar Ingi, 10.11.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.