Það er svo magnað að vera ég í dag.
Hér sat ég við skrifborðið mitt í vinnunni og var að hugsa um það hvort ég kæmist í sjúkraþjálfun því kallinn ætlaði að taka bílinn um hádegi til að fara í verslunarleiðangur. Hringir þá ekki sjúkraþjálfarinn og biður mig að koma fyrr, málinu reddað og ég þurfti ekkert að gera.
Ég var líka að velta því fyrir mér hvort ég ætti að tíma að kaupa Silfursafn Páls Óskars handa dóttur minni og hvernig ég gæti fengið diskinn áritaðann án þess að hún vissi því hún dýrkar Pallann næstum jafn mikið og mamma sín. Kemur ekki bara Páll Óskar í vinnuna til mín og færir mér diskinn á silfurfati (pardon the pun), áritaði hann til lilla Magga og var bara mega hress.
Í þakklætisskyni langar mig að hvetja ykkur öll til að mæta í Skífuna í Kringlunni kl. 15:00 í dag, kaupa Silfursafnið og fá það áritað hjá Diskódrengnum okkar. Hann mun líka taka nokkur vel valin lög í leiðinni. Áfram Palli!
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Athugasemdir
æðislegt kanski ég tékki á þessu fyrir litla aðdáandann á þessu heimili sem gjörsamlega elskar Pál Óskar.
Hafrún Kr., 14.11.2008 kl. 12:49
Palli er alltaf hress :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 14.11.2008 kl. 17:13
Go Palli
Ómar Ingi, 14.11.2008 kl. 19:55
Palli er æði, gæti étið hann með skeið
Sykurmolinn, 16.11.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.