Dóttir mín gerði í kvöld það sem ég hef alltaf óttast sem foreldri að hún myndi gera... Ég var að sækja hana í afmælisveislu hjá bekkjarsystur sinni og þar sem ég stend og bíð í forstofunni heyri ég hana tala við konu inni í eldhúsinu... "ert þú með barn í maganum?" spyr hún. "Nei" svarar konan, "nú... mér finnst þú vera svo feit!" Vandræðalegur hlátur barst úr eldhúsinu og ég sussaði á krakkann með því að nefna hana með millinafninu. Mamma afmælisbarnsins brosti til mín og sagði að svona hrykki nú bara stundum upp úr krökkunum.
Ég vissi að þessi dagur myndi koma, að dóttir mín segði svona við einhvern eða byðist til að toga í ljósbláan spotta hjá einhverri konu í sundi eða þar fram eftir götunum. Allt þetta vandræðalega sem krakkar gera í sakleysi sínu. Ég sem er yfirleitt stolt af því hvað hún er frökk og ófeimin fannst þetta svolítið langt gengið yfir strikið í hreinskilni hjá henni og reyndi sem ég gat á heimleiðinni að fá hana til að skilja að fólki sárnaði að vera kallað feitt. Hún á örugglega erfitt með að skilja það því á hennar heimili er orðið "feitur" orðið hálfgert grínorð (sem á sér vissar ofáts- og óléttutengdar skýringar) og kannski einum of oft notað svo hún heyri.
Eva fær að fylgja með þessu bloggi afþví að allir héldu að hún væri ólétt um daginn... afþví að hún var orðin svo "feit".
Athugasemdir
HAHAHHAHAHA
Ómar Ingi, 24.11.2008 kl. 00:32
hahahaha ææ.
ég get endalaust pirrað mig á þessum slúðurblöðum með fitu-commentin á fræga fólkið. Það má ekki sjást að það sé eitthvað utan á beinunum á þessum dömum þá eru þær ''feitar''. ARGH
Jóna Á. Gísladóttir, 24.11.2008 kl. 00:38
Já ég hef oft þakkað fyrir að vera ekki í henni hollywood því þá hefði ég verið súmóglímukappi eða keikó.
Dóttir mín er einmitt öfugt við þína að hvísla oft að mér að hin og þessi sé ekki ólétt þó þær séu með bumbu.
Hafrún Kr., 24.11.2008 kl. 08:57
það fer ekkert meira í taugarnar á mér en grannt fólk sem segir ooo ég er svo feit ... guess what, fyrst ég dæmdi það fékk ég tækifæri til að ganga í skónum þeirra :D húrra
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 24.11.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.